Hoppa yfir valmynd

Framtíðarnefnd forsætisráðherra

Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga 12. júní 2018. Skipan nefndarinnar var í samræmi við fyrirætlan ríkisstjórnarinnar en kveðið er á um skipan slíkrar nefndar í stjórnarsáttmálanum. 

Framtíðarnefnd forsætisráðherra hefur það hlutverk að:

  • Fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga, áhrif tækniframfara og hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu.
  • Fjalla um þróun þeirra meginstrauma sem koma til með að hafa mótandi áhrif á samfélagið til framtíðar einkum með hliðsjón af þróun umhverfismála og lýðfræðilegum þáttum.
  • Stuðla að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um framtíðarfræði.

Fulltrúar í framtíðarnefnd

  • Smári McCarthy, alþingismaður, formaður
  • Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, varaformaður
  • Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður
  • Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður
  • Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður
  • Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður
  • Inga Sæland, alþingismaður
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður
  • Logi Einarsson, alþingismaður
  • Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður
  • Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður

Starfsmenn 

  • Pétur Berg Matthíasson, fulltrúi forsætisráðuneytisins
  • Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúi forsætisráðuneytisins
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum