Hoppa yfir valmynd

Íslenski hesturinn

Verkefnið „Horses of Iceland“ er samstarfsverkefni ríkisins og Félags hrossabænda og Landssambands hestamannafélaga. Um er að ræða markaðsverkefni til að auka verðmætasköpun sem byggir á íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki undir heitinu „Horses of Iceland.“ Stoðir vörumerkisins, eða sögurnar sem miðlað er í markaðsstarfinu, eru af reiðhestinum, geðslagi hans og einkennum, tengslum hans við sögu Íslands og menningu, ævintýri og félagsskap úti í náttúrunni, og fagmennsku í Íslands-hestamennsku um heim allan. Unnið er að því að auka sýnileika hestsins í umhverfinu og nýta m.a. vef- og samfélagsmiðla til að virkja fólk til að miðla reynslu sinni og upplifun af hestinum.

Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum eftirtalinna aðila; Félagi hrossabænda (FHB), Landssambandi hestamannafélaga (LH) og Félagi tamningamanna (FT), matvælaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, fulltrúa útflytjenda íslenska hestsins og úr Samtökum ferðaþjónustunnar.

Ráðstöfunarfé markaðssamstarfsins er allt að 50 m.kr. árlega og verður því fé ráðstafað samkvæmt verkefnaáætlun sem unnin var með aðkomu þátttakenda og verkefnisstjórn staðfestir.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 3.5.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum