Hoppa yfir valmynd

Dýra- og plöntusjúkdómar

Dýrasjúkdómar

Tilgangur laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim er að:

  • stuðla að góðu heilsufari dýra í landinu og koma í veg fyrir að nýir smitsjúkdómar berist til landsins,
  • fylgjast með og hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra,
  • tryggja að búfjárafurðir, framleiddar í landinu, verði sem heilnæmastar.

Innflutningur getur falið í sér áhættu á því að sjúkdómar kunni að berist til landsins. Þar sem landið er eyja og einangrað frá öðrum löndum eru dýr og sérstaklega búfé hér á landi viðkvæmt fyrir þeim sjúkdómum sem gætu borist til landsins. Lögunum er því ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu dýrasjúkdóma og útrýma þeim komi þeir upp hér á landi. Á grundvelli laga um dýrasjúkdóma hafa verið settar reglugerðir m.a. um varnarhólf í sauðfjárrækt vegna t.d. riðu, hvaða sjúkdómar eru tilkynningar- og skráningarskyldir og um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins. 

Plöntusjúkdómar

Tilgangur laga um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum nr. 51/1981 er að:

  • tryggja sem best góða og heilbrigða ræktun plantna hér á landi,
  • koma í veg fyrir að hættulegir skaðvaldar berist til landsins og dreifist innanlands, og útrýma skaðvöldum, sem þegar hafa borist til landsins, teljist það framkvæmanlegt og
  • hindra að skaðvaldar, sem aðrar þjóðir vilja verjast, berist frá Íslandi.

Í reglugerð um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum nr. 189/1990 er kveðið á um það með hvaða hætti koma skuli í veg fyrir að skaðvaldar sem valdið geti alvarlegu tjóni á plöntum og plötuafurðum hér á landi, berist til landsins og einnig hvernig hindra megi að skaðvaldar sem aðrar þjóðir vilja verjist berist ekki til þeirra frá Íslandi. 

Sjá einnig:

Inn- og útflutningur dýra og plantna

Síðast uppfært: 5.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum