Hoppa yfir valmynd

Umsókn um innflutning

Búfé

Sækja þarf um leyfi til innflutnings á búfé til matvælaráðuneytisins. Áður en leyfi til innflutnings á búfé eða erfðaefni þess er veitt þarf ráðherra að leita álits fagráðs í viðkomandi búgrein og skal það meta þörf eða hugsanlegan ábata fyrir íslenska búfjárrækt af slíkum innflutningi. Fagráðið skal svo gera tillögu til ráðherra um það hvaða kyn og tegund skuli flytja inn, með hvaða hætti og frá hvaða landi.

Gæludýr

Matvælastofnun tekur við beiðnum um inn- og útflutning á gæludýrum samkvæmt lögum um innflutning dýra. 

Nýjar tegundir

Sækja þarf um leyfi til innflutnings á nýjum dýrategundum eða erlendum stofnum tegunda til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem afla skal umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Einnig þarf að afla leyfis Umhverfisstofnunar samkvæmt 63. gr. laga um náttúruvernd. 

Sjá einnig:

Inn- og útflutningur dýra og plantna

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum