Hoppa yfir valmynd
B. Fræðsla og forvarnir

Lýsing á aðgerð

Unnið verði fræðsluefni um stöðu hinsegin barna og ungmenna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, auk þess sem útbúnar verði leiðbeiningar fyrir þá sem bera ábyrgð á slíku starfi. Tekið verði mið af þörfum ólíkra hópa í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Aðilar sem bera ábyrgð á starfseminni setji sér jafnréttisstefnu sem taki til þátttöku og aðgengis hinsegin barna og ungmenna að íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

Markmiðið verði að tryggja þátttöku og aðgengi hinsegin barna og ungmenna að íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

    Tímaáætlun: 2022–2023.

    Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2 og 10.3.

Staða í október 2023: Samið var við Samtökin 78 um að skrifa og gefa út bækling með fræðsluefni um stöðu hinsegin barna og ungmenna í íþrótta- tómstunda og fræðslustarfi.  Verkefnið er komið vel á veg.

Ábyrgð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum