Hoppa yfir valmynd

Atvinnulíf og þróunarsamvinna

Í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu er lögð áhersla á samstarf við atvinnulífið. Stjórnvöld vilja hvetja einkageirann til að leggja sitt af mörkum til verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna í þróunarlöndum og vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lausnir, sérþekking og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja geta stuðlað að sjálfbærri þróun, aukinni hagsæld og skapað tækifæri fyrir fólk í þróunarlöndum að brjótast úr viðjum fátæktar. Ísland horfir til Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD, DAC) við framkvæmd verkefna en stofnunin hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með því að aðildarlöndin starfi á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga.

Hið opinbera og einkageirinn þurfa að taka höndum saman til að ná alþjóðlegum markmiðum á sviði þróunarsamvinnu. Hlutur einkageirans til þróunarsamvinnu á alþjóðavísu hefur aukist mjög undanfarinn áratug og er orðinn jafn framlagi opinberra aðilaÍslensk fyrirtæki búa yfir þekkingu og hæfni til að stuðla að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum í þróunarlöndum, en um leið búa þau í haginn fyrir framtíðarmakaði í þessum löndum.  Hátt í tuttugu íslensk fyrirtæki hafa þegar sótt stuðning í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu og hvet ég önnur fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra.“ - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Sækja um

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs - upplýsingar fyrir umsækjendur

Kallað er eftir umsóknum allt að þrisvar á ári. Umsóknir skal senda á netfangið [email protected]

Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. 

Nánar...

Reynslusögur

Verkfærakista

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs - verkfærakista fyrir umsóknir

Verkfærakistan leiðbeinir fyrirtækjum um hvernig þau geta sótt um í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu.

Nánar...

Áherslulönd

Listi yfir áherslulönd atvinnulífs í þróunarsamvinnu 2022 - 2023

Heimsmarkmiðasjóðurinn styður við verkefni í lágtekju- og lágmillitekjuríkjum og smáeyþróunarríkjum (SIDS).

Nánar...

Þverlæg málefni

Fyrirtæki í þróunarsamvinnu

Á þriðja tug fyrirtæki hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.

Nánar...

Þverlæg málefni

Þverlægar áherslur Íslands

Þverlægar áherslur í þróunarsamvinnu Íslands eru mannréttindi, jafnrétti og umhverfi.

Nánar...

Verkfærakista heimsmarkmiðanna

Fyrirtæki og heimsmarkmiðin - verkfærakista

Verkfærakistan leiðbeinir fyrirtækjum um hvernig þau geta aðlagað starfsemi sína, áætlanir og árangursmælingar að heimsmarkmiðunum.

Nánar...

Heimstorg Íslandsstofu

Heimstorg Íslandsstofu

Miðlar upplýsingum um atvinnuþróunar- og samstarfstækifæri í þróunarlöndum.

Nánar...

Þróunarfræ

Þróunarfræ - styrkir fyrir frumkvöðla

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðla og ungra nýsköpunarfyrirtækja til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni.

Nánar...

Þverlæg málefni

Ráðgjafastörf í þróunarverkefnum alþjóðastofnana

Fyrirtæki og sjálfstætt starfandi ráðgjafar geta lagt af mörkum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu með því að veita faglega ráðgjöf.

Nánar...

Fjölþjóðleg tækifæri

Fjölþjóðleg tækifæri - útboð og lán

Eftirspurn er eftir ráðgjöf og þjónustu íslenskra fyrirtækja inn í starfsemi alþjóðastofnana.

Nánar...

Síðast uppfært: 13.3.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum