Fyrirtæki í þróunarsamvinnu
Þróunarlönd kalla eftir auknum fjárfestingum einkageira í atvinnu- og verðmætasköpun, þar sem lausnir og sérþekking fyrirtækja geta með áhrifamiklum hætti stuðlað að framþróun innan þeirra. Þróun á heimsvísu er sú að einkageirinn kemur sífellt sterkar inn og er orðinn jafn stór opinbera geiranum í framlögum til þróunarsamvinnu. Í mörgum tilfellum horfir einkageirinn til þróunarlanda sem hratt vaxandi framtíðarmarkaða.
Öll íslensk fyrirtæki sem eru opinberlega skráð geta sótt um styrk í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Verkefni þurfa að vera unnin í samvinnu við fyrirtæki, stofnun eða stjórnvöld í samstarfslöndum Íslands. Sjá lista yfir samstarfslönd.
Fleiri en eitt íslenskt fyrirtæki geta tekið höndum saman eða átt samstarf við félagasamtök, háskóla eða aðra slíka aðila.
Fyrirtæki geta með þróunarsamstarfsverkefnum stutt við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð hefur verið hönnuð verkfærakista fyrir fyrirtæki sem vilja stuðla að heimsmarkmiðunum.
Vel á þriðja tug fyrirtækja hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs. Flest hafa fengið stóran styrk allt að 200.000 evrur en þriðjungur til forkönnunarverkefna sem almennt eru 2 m.kr. Um helmingur þessara verkefna koma til framkvæmda í fátækustu ríkjum heims samkvæmt skilgreiningu Þróunarsamvinnunefndar OECD (Least Developed Countries). Um er að ræða fjölbreytt ráðgjafaverkefni á sviði orku- og jarðhitamála, fiskveiði og fiskveiðistjórnunar, fjármálaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, laga- og reglugerðaskrifa, matvælaframleiðslu og skapandi greina.
Nánar um fyrirtæki og verkefni hér að neðan.
Fréttir af fyrirtækjum í þróunarsamvinnu
- Jákvæð úttekt á heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu23. desember 2022
- Uppbygging lyfjaframleiðslu í Malaví að hefjast31. október 2022
Listi yfir verkefni styrkt af Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu
Fyrirtæki | Heiti verkefnis | Upphæð (ISK) | Land | ||
Marel hf. | Bætt gæði í vinnslu pangasius | 7.000.000 | Víetnam | ||
Thoregs | Skyrgerð próteinvörur og mjólkurvinnsla | 5.000.000 | Indland | ||
Creditinfo Group hf. | Aðgengi lítilla fyrirtækja að fjármálaþjónustu | 23.345.000 | Fílabeinsströndin og Senegal | ||
Fisheries Technologies ehf. | Carice, innleiðing á TFM upplýsingakerfi | 29.120.000 | St. Lúcía og Dóminíka | ||
GEG ehf. | Notkun jarðvarma við kæligeymslur fyrir epli | 14.560.000 | Indland | ||
Hananja ehf. | Rephaiah verkefnið | 26.875.000 | Malaví | ||
Intellecon ehf. | Bætt fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni | 28.073.000 | Úganda | ||
Áveitan ehf. | Sjálfbært samfélag með aðgengi að vatni | 29.120.000 | Búrkína Fasó | ||
BBA//Fjeldco ehf. | Skrif á reglugerðum v/ endurnýjanlegra orkugjafa | 6.383.000 | Kómoreyjar | ||
Pólar toghlerar ehf. | Hringrásarhagkerfi endurvinnsla plast úrgangs | 2.000.000 | Senegal | ||
Kerecis | Sáraumbúðir til bágstaddra í Kaíró | 29.120.000 | Egyptaland | ||
66 Norður og UN Women | Atvinnuþróun, valdefling flóttakvenna og hringrásarhagkerfi | 26.924.000 | Tyrkland/ Flóttamanna- miðstöð kvenna | ||
Aurora Seafood ehf. | Aukin hagsæld með nýtingu vannýttra auðlinda úr sjó | 2.000.000 | Gínea | ||
Ocean Excellence ehf. | Kælitækni fyrir smábátaútgerðir | 2.000.000 | Sierra Leóne | ||
Atmonia ehf. | Sjálfbær framleiðsla á nituráburði | 2.000.000 | Kamerún | ||
Geymd ehf. | Nýjung hönnun og uppbygging. Snjallmannvirkja | 2.000.000 | Indland og Kenía | ||
T16 ehf. | Skapandi greinar fyrir betri atvinnutækifæri | 2.000.000 | Gínea Bissá | ||
BBA//Fjeldco og Intellecon | Fjölnýting jarðvarma í Kenía: Aukið matvælaöryggi | 5.415.000 | Kenía | ||
Pólar toghlerar ehf. og Kaldara Group | Hringrásarhagkerfi og nútímavæðing fiskveiða í Kenía | 6.000.000 | Kenía | ||
Mar Advisors | Bætt aðgengi sjávarfangs frá Víetnam að mörkuðum í Evrópu | 2.000.000 | Víetnam | ||
RetinaRisk | Bylting í eftirliti augnskimunar til að forða blindu á Indlandi | 10.000.000 | Indland | ||
Reykjavik Geothermal | Stofnun jarðhitarannsóknarstofu í Eþíópíu | 27.900.000 | Eþíópía | ||
Verkís | Bein jarðhitanotkun í Lake Assai, Djíbútí | 4.000.000 | Djíbútí | ||
Össur | Þróunaraðstoð til handa fórnarlömbum stríðasátaka í Úkraínu | 27.900.000 | Úkraína |
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.