Hoppa yfir valmynd

Ráðgjöf í alþjóðlegri þróunarsamvinnu

Fyrirtæki og sjálfstætt starfandi ráðgjafar geta lagt af mörkum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu með því að veita faglega ráðgjöf inn í verkefni ýmissa  alþjóðastofnana sem Ísland á aðild að.

Utanríkisráðuneytið starfrækir nú fimm ráðgjafalista en þróunarframlag Íslands er m.a. veitt í formi tæknilegrar aðstoðar á þessum áherslusviðum í þróunarsamvinnu.

Ráðgjafalistar eru á þessum sviðum:

  • Jarðhiti
  • Fiskimál
  • Jafnréttismál
  • Vatnsaflsvirkjanir
  • Sjálfbær landnýting / landgræðsla

Skráningarferli á listana er opið og umsjón með skráningu hefur Ríkiskaup. Verkefnastjóri skráningar er Hanna Steina Arnarsdóttir ([email protected]). Ráðgjafar þurfa að skila inn gögnum ásamt ferliskrá á Alþjóðabanka formi til Ríkiskaupa. Skráning á listann tryggir ekki að viðkomandi fyrirtæki/ráðgjafi fái verkefni.

Einungis er óskað eftir reynslumiklum sérfræðingum, annars vegar ráðgjafar í flokki A með meira en 20 ára reynslu í faginu. Hins vegar eru ráðgjafar í flokki B með meira en 10 ára reynslu í faginu.

Umfang og eðli verkefna ráðast af eftirspurn frá samstarfsaðilum s.s. alþjóðastofnunum. Flest verkefni til þessa hafa verið á vegum Alþjóðabankans (WB) en ráðuneytið hefur gert samninga (MOU) við neðangreindar alþjóðastofnanir.

  • Alþjóðabankann (The World Bank)
  • Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO)
  • Alþjóðaþróunarsjóð landbúnaðarins (IFAD)
  • Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Verk geta verið af öllum stærðargráðum en algeng lengd þeirra er á bilinu 50-200 tímar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum