Hoppa yfir valmynd

Þróunarfræ - styrkir fyrir frumkvöðla


Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðla og ungra nýsköpunarfyrirtækja til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hámarksstyrkur getur numið allt að tveimur milljónum króna og skal verkefninu lokið innan 12 mánaða. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Verkefni þurfa að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum. Markmið styrkjanna er að til verði verkefni sem miða að því að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Samstarfslönd eru þróunarlönd og smáeyþróunarríki samkvæmt lista yfir gjaldgeng samstarfsríki, en hann byggir á skilgreiningu þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD, DAC) og íslenskra stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að styrkþegar geti sótt um styrk í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu í framhaldi af Þróunarfræ. Opið er fyrir umsóknir allt árið en úthlutanir eru að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum yfir árið. Sótt er um Þróunarfræ til Tækniþróunarsjóðs og skulu umsóknir berast þangað gengum umsóknarkerfi Rannís

Ráðgjafa tækniþróunarsjóðs má finna á vef sjóðsins.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum