Hoppa yfir valmynd

Þverlægar áherslur Íslands

Allir eiga hlutverki að gegna við að ná markmiðum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku í þróunarsamvinnu geta íslensk fyrirtæki bæði uppfyllt samfélagslegar skyldur sínar og um leið stutt við skyldur og markmið Íslands á sviði þróunarsamvinnu. 

Mannréttindi, kynjajafnrétti og sjálfbær þróun eru þverlæg markmið íslenskrar þróunarsamvinnu, og rauður þráður í stefnu og framkvæmd hennar. Fyrirtæki eru hvött til þess að huga að því með hvaða hætti samstarfsverkefni sem þau vilja ráðast í í þróunarlöndum styður við mannréttindi með vísun í alþjóðleg viðmið og aðferðafræði mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu. Í öðru lagi er æskilegt að samstarfsverkefni stuðli að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, enda er kynjajafnrétti forsenda fyrir framförum og þróun, þar með talinni efnahagsþróun. Í þriðja lagi er æskilegt að samstarfsverkefni stuðli að sjálfbærni og jákvæðri þróun á umhverfi og loftslag. 

Fyrirtæki get fræðst nánar um tækifæri til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á þessum og öðrum sviðum í Verkfærakista fyrir fyrirtæki um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum