Fjölþjóðleg samvinna
Samstarf við alþjóðastofnanir er lykilþáttur í þróunarstarfi íslenskra stjórnvalda og veitir Ísland ýmist stuðning með fjárframlögum eða málsvarastarfi. Fjárframlög eru einkum veitt í formi kjarnaframlaga sem eru óeyrnamerkt framlög sem renna beint til starfseminnar eða í formi framlaga sem eru eyrnamerkt ákveðnum verkefnum, löndum eða þematískum áherslusviðum. Jafnframt styðja íslensk stjórnvöld við starf stofnana með störfum íslenskra sérfræðinga á vettvangi.
Samkvæmt áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023 verður áhersla lögð á störf fjögurra fjölþjóðastofnana: Alþjóðabankans, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Enn fremur verður náin samvinna við Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar (IFAD) um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
Fjölþjóðleg þróunarsamvinna
Sjá einnig:
Lög
Reglugerðir
Áhugavert
Þjálfunarverkefni GRÓ
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.