Hoppa yfir valmynd

Nýjar leiðir til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu um heimsmarkmiðin með þátttöku atvinnulífs og félagasamstaka

"Markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum í þróunarríkjum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu og því skiptir samstarf okkar við atvinnulífið miklu máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þjóðir heims, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna að, veita grundvöll til að skilgreina sameiginleg markmið þróunarsamvinnu og uppbyggingu atvinnulífs í þróunarlöndum með þátttöku ólíkra aðila, þ.m.t. einkageirans og félagasamtaka.

Tvær meginleiðir sem ætlað er að auka samstarfstækifæri ólíkra aðila á sviði þróunarsamvinnu í þágu Heimsmarkmiða SÞ:

1. Samstarfssjóður við atvinnulíf um Heimsmarkmið SÞ: Þessi sjóður er ætlaður samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum þróunarríkjum. Hámarksstyrkir úr sjóðnum geta numið allt að 200.000 evrum. Fleiri samstarfsaðilar, s.s. háskólar og félagasamtök, geta komið að styrktum verkefnum á öllum stigum þeirra.

 

2. Samstarf atvinnulífs og félagasamtaka um þróunarverkefni: Undir núverandi samstarfi utanríkisráðuneytisins við félagasamtök er aukin áhersla lögð á þá möguleika sem felast í samvinnu við félagasamtök er tengjast atvinnulífinu, sem og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni. Lögð er áhersla á að þessi verkefni séu í samræmi við áherslur Íslands á sviði þróunarsamvinnu og Heimsmarkmið SÞ. Þau miðast ekki við sérstaka hámarksupphæð. Hér eru tækifæri til að móta fjölbreyttan vettvang samstarfs ólíkra aðila, en verkefni skulu ávallt leidd af félagasamtökum með ófjárhagslegan tilgang. Aðkoma fyrirtækja að verkefnum félagasamtaka getur verið margs konar og þarf ekki að takmarkast við framlag sem metið er til fjár.

 

Með þessum tveimur leiðum skapast fjölbreyttir samstarfsmöguleikar atvinnulífs og félagasamtaka við aðila í þróunarlöndum, sem til lengri tíma litið er ætlað að skila árangri fyrir þróunarsamvinnu, en á sama tíma sjá fyrirtæki og félagasamtök sér langtímahag og virðisauka í slíku samstarfi.

 


Samstarfssjóður við atvinnulíf um HeimsmarkmiðinSamstarf við félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð
StyrkveitandiUtanríkisráðuneytið
Markmið ráðuneytisinsVirkja frumkvæði atvinnulífsins í þróunarsamvinnuAukinn aðgangur að haghöfum, upplýsingagjöf til almennings
Tegund verkefnaÞróunarsamvinnuverkefni með Heimsmarkmið 8 að leiðarljósiÞróunarsamvinnu- og mannúðarverkefni
UmsækjandiFyrirtækiFélagasamtök
SamstarfsaðilarFyrirtæki, félagasamtök, háskólar, opinberir aðilar …
SamstarfsmöguleikarÞekking, tækni, sambönd, fjármagn, aðstaða …
SamstarfslöndLág- og millilágtekjuríki þar sem Ísland er með fyrirsvarLág- og millilágtekjuríki

Samstarf við atvinnulífið

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira