Samstarf við félagasamtök
Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í góðu samstarfi við félagasamtök á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar og hefur fjölbreytni verkefna aukist mjög á undanförnum árum. Félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu einkum vegna nálægðar sinnar við grasrótina og þar sem þau hafa oftar en ekki gott aðgengi til að beita sér á vettvangi þar sem átök eru til staðar og aðgengi erfitt eða takmarkað.
Unnið er í samræmi við eftirfarandi lykil stefnur og skjöl:
- Stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu
- Stefnumið hvað varðar samstarf við félagasamtök
- Tilmæli OECD-DAC varðandi samstarf við borgarasamfélagið
Áherslur í samstarfi við félagasamtök
Áherslumál í samstarfi við félagasamtök eru í takt við markmiðum stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu: að draga úr fátækt (heimsmarkmið nr. 1) og hungri (heimsmarkmið nr. 2) og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Samstarf við félagasamtök skal taka mið af þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig er lögð áhersla á fjölbreytni og nýsköpun í verkefnum.
Hluti af samstarfi við félagasamtök er að almenningur sé vel upplýstur og veiti alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands stuðning og aðhald, setji fram hugmyndir og taki þannig þátt í að vísa veginn.
Styrkir til félagasamtaka
Undir hatti samstarfs við félagasamtök bíður utanríkisráðuneytið uppá styrkveitingar til þróunarsamvinnuverkefna, þ.m.t. styttri verkefna, nýliðaverkefna og langtíma verkefna. Einnig geta félög sótt um kynningar- og fræðslustyrki. Styrkir til félagasamtaka til mannúðaraðstoðar eru bundnir í rammasamninga og ekki auglýstir sérstaklega.
Verkefni félagasamtaka
Verkefni félagasamtaka og yfirlit yfir stuðning má finna á www.openaid.is
Sjá einnig:
Ýmislegt
Íslensk borgarasamtök
Eftirfarandi samtök eiga aðild að Samstarfshópi íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu:
Heimsljós - upplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál
Þróunarsamvinna
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.