Hoppa yfir valmynd

Samstarf við félagasamtök

Félagasamtök eða borgarasamtök (e. Civil Society Organizations) gegna mikilvægu hlutverki í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.

Hugtakið borgarasamtök nær yfir fjölbreytta flóru samtaka og bandalaga um margvísleg málefni, hugsjónir og hagsmuni sem þátttakendur standa fyrir af eigin hvötum, utan við hið formlega valdakerfi og án þess að vera ætlað að skapa eigendum sínum arð.

Starfsemi borgarasamtaka er til þess fallin að efla grasrótina og styrkja lýðræðið í viðtökuríkjum en jafnframt eru samtökin grasrótin heima fyrir og afla stuðnings og styrkja á huga almennings á Íslandi á málefnum þróunarsamvinnu.

Opinber framlög Íslands beinast til borgarasamtaka eftir þremur meginleiðum:

 • Beint til íslenskra borgarasamtaka og samstarfsaðila þeirra í gegnum sérstakan sjóð sem er ætlaður samstarfi við borgarasamtök.
 • Verkefni á vettvangi í tvíhliða samstarfslöndum Íslands.
 • Í gegnum stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem víða vinna með borgarasamtökum á vettvangi.

Megin markhópur stuðnings til borgarasamtaka er hið borgaralega samfélag (e. Civil Society) í lágtekjulöndum, einkum fólk sem býr við fátækt og jaðarsettir hópar.

Efst á baugi

Auglýst var eftir styrkjum til þróunarsamvinnuverkefna félagasamtaka í upphafi árs 2020. Alls voru 90 m. kr. auglýstar til úthlutunar á árinu og alls bárust 16 umsóknir frá 13 samtökum fyrir rúmlega 622 m. kr. Samþykkt var úthlutun til átta verkefna á vegum sex samtaka. Um þrjú langtíma verkefni er að ræða og fimm styttri verkefni. Eftirfarandi samtök hafa hlotið styrki:

 • ABC barnahjálp vegna tveggja verkefna. Fyrra í Kenía, „Bætt aðstaða við heimavist í Naíróbí, fjölnotahús“ og seinna í Búrkína Fasó, „Sólarsellur og rafgeymar fyrir ABC ´´i Búrkína Fasó“.
 • Aurora velgerðarsjóður vegna nýliðaverkefnis í Síerra Leóne: Handleiðsla, fyrstu skrefin í sjálfbærum rekstri Lettie Stuart Pottery.
 • Hjálparstarf kirkjunnar vegna langtíma verkefnis í Eþíópíu um aukinn viðnámsþrótt gegn loftlagsbreyitngum og bætt lífsviðurværi í Kebribeyah héraði.
 • Rauði krossinn á Íslandi vegna tveggja langtíma verkefna. Fyrra í Malaví  sem snýr að auknum viðnámsþrótti nærsamfélaga og er áframhald af fyrra verkefni. Hið síðara, „Brúun hins stafræna bils“ fer fram í nokkrum löndum Afríku – Ghana, Malaví, Síerra Leóne og Suður Súdan.
 • Samband íslenskra kristniboðsfélaga vegna verkefnis í Kenía sem snýr að styrkingu innviða í fjórum skólum í norð-vestur hluta landsins.
 • Stómasamtökin vegna verkefnis tengdu stómaþegum í Sambíu.

Opið er fyrir umsóknir vegna mannúðarverkefna allt árið, svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Alls voru 121 m. kr. auglýstar til úthlutunar, þar af voru 76,5 m. kr. eyrnamerktar vegna verkefna tengdum átökunum í Sýrlandi. Á árinu hafa verið samþykktar úthlutanir til fimm verkefna á sviði mannúðaraðstoðar til þriggja samtaka.

Vegna verkefna í Sýrlandi: 

 • Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir viðbragðssjóð í tengslum við fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 í Sýrlandi.
 • Hjálparstarf kirkjunnar vegna mannúðaraðstoðar í Sýrlandi.
 • Rauði krossinn á Íslandi vegna mannúðaraðstoðar til stríðshrjáðra í Sýrlandi.

Vegna annarra verkefna: 

 • Barnaheill – Save the Children á Íslandi vegna verkefnis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem snýr að barnvænum svæðum og barnavernd í landinu. 
 • Hjálparstarf kirkjunnar vegna mannúðaraðstoðar í Írak.

Úthlutanir 2019 

Af fjárlögum ársins 2019 veitti utanríkisráðuneytið styrki til tólf þróunarsamvinnuverkefna að heildarupphæð 180 m. kr. Þar af voru sjö ný verkefni ABC barnahjálpar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins á Íslandi, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS Barnaþorpa, Styrktarfélagsins Broskalla og Vina Indlands sem fengu úthlutun á þessu ári. Einnig var staðið við skuldbindingar til eldri langtímaverkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins á Íslandi og Sól í Tógó.

Að auki var alls 118 m. kr. úthlutað til sex mannúðarverkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins á Íslandi. Þar af voru 51,5 m. kr. eyrnamerktar viðbrögðum vegna neyðarinnar sem skapast hefur vegna átakanna í Sýrlandi á undanförnum níu árum.

 

Samkvæmt gildandi rammasamningi um alþjóðlega mannúðaraðstoð milli Rauða krossins á Íslandi og utanríkisráðuneytisins, fékk Rauði krossinn 95,7 m. kr. sem voru nýttar til verkefna í Jemen, Malaví, Mósambík, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Líbanon.

 

Umsóknir

Árlega eru auglýstir umsóknarfrestir fyrir verkefni íslenskra borgarasamtaka á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.

Nánari upplýsingar um umsóknarferli er að finna hér.

Sjá einnig:

Íslensk borgarasamtök

Eftirfarandi samtök eiga aðild að Samstarfshópi íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu:

Heimsljós - upplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira