Styrkir til félagasamtaka í þróunarsamvinnu
Hafa þín félagasamtök áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Undir hatti samstarfs við félagsamtök bíður utanríkisráðuneytið uppá styrkveitingar til tveggja tegunda verkefna. Auglýst er reglulega eftir umsóknum um styrki vegna samstarfsverkefna af þessu tagi:
- Þróunarsamvinnuverkefna
- Kynningar- og fræðsluverkefna
Um framlögin
Markmið með samstarfi við félagasamtök og fyrirtæki í þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt, bregðast við neyðarástandi og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í þróunarríkjum. Þátttaka og samstarf ólíkra hagsmunaaðila er grundvöllur þess að hægt sé að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á fullnægjandi hátt.
Boðið er uppá styrki til þróunarsamvinnuverkefna, þ.m.t. styttri verkefna, langtíma verkefna og nýliðaverkefna. Einnig geta félög sótt um kynningar- og fræðslustyrki. Nánari upplýsingar um umsóknir má finna neðst á síðunni. Mannúðaraðstoð á vegum félagasamtaka fer fram í gegnum sérstaka rammasamninga og ekki er auglýst sérstaklega eftir styrkjum til stakra verkefna.
Veittir eru styrkir til þróunarsamvinnuverkefna sem koma til framkvæmdar á lista Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar, með áherslu á lág- og lágmillitekjuríki auk smáeyþróunarríkja. Kynningar- og fræðsluverkefni skulu framkvæmd á Íslandi.
Úthlutað er samkvæmt settum reglum utanríkisráðuneytisins um styrki til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu nr. 1035/2020, sérstökum verklagsreglum vegna hvers styrkjaflokks fyrir sig og unnið í samræmi við Stefnumið um samstarf við félagasamtök 2022.
Styrkhæfir aðilar
Styrkveitingar eru takmarkaðar við íslensk félagasamtök og þurfa þau að uppfylla a.m.k. eftirtalin skilyrði:
- Vera skráð í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra sem félagasamtök, skv. rekstrarformi eða starfsgreinaflokkun, eða vera skráð sem félag til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri skv. lögum nr. 119/2019,
- ekki vera rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit),
- hafa sett sér lög og starfandi stjórn,
- félagsmenn, styrktaraðilar eða stuðningsaðilar séu minnst 30 talsins,
- hafa lagt fram staðfestan ársreikning.
- Umsækjendur þurfa að uppfylla kröfur Ríkisendurskoðunar um meðferð og vörslu fjármuna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.
Nánar um styrkhæfi má sjá í reglum nr. 1035/2020 og þar til gerðum verklagsreglum fyrir hvern styrkjaflokk sem finna má neðst á síðunni.
Umsóknarferli
Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti matshóps skipuðum þremur sérfræðingum eftir því sem við á. Er þetta samkvæmt reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu nr. 1035/2020. Umsóknarfrestur vegna allra verkefna er að öllu jafna 6 vikur frá upphafsdegi umsóknarferils.
Fyrirspurnir vegna styrkja má senda á [email protected]
Þróunarsamvinnuverkefni
Úthlutun vegna styrkja til þróunarsamvinnuverkefna 2023 er lokið. Hér má sjá yfirlit yfir þau félög sem fengu úthlutað styrkjum. Næsta úthlutunarferli er áætlað í janúar 2023.
Kynningar- og fræðsluverkefni
Fyrri úthlutun 2022 til kynningar- og fræðslustyrkja er lokið. Hér má sjá yfirlit yfir þau félög sem fengu úthlutað styrkjum. Næsta úthlutunarferli er áætlað haust/vetur 2022.
Mannúðaraðstoð
Ekki verður auglýst eftir umsóknum um styrki til mannúðaraðstoðar á vegum félagasamtaka. Rammasamningar um mannúðaraðstoð við félagasamtök hafa tekið við af einstökum styrkjum.
Rammasamningar
Gerðir hafa verið rammasamningar við fjögur félagasamtök. Alls þrír samningar vegna mannúðaraðstoðar við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn á Íslandi. Alls fjórir samningar vegna þróunarsamvinnuverkefna við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða krossinn á Íslandi og SOS barnaþorpin á Íslandi. Sjá frétt vegna undirritunar samninga hér.
Eyðublöð og önnur gögn
Eyðublöð og önnur viðeigandi gögn fyrir umsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna og/eða kynningar- og fræðsluverkefna má nálgast hér að neðan. Athygli er vakin á því að matsblöð og verklagsreglur eru mismunandi fyrir hvern málaflokk og því mikilvægt að lesa vel þær upplýsingar sem gilda fyrir hverja úthlutun.
ATH: Úthlutun vegna þróunarsamvinnuverkefna 2022 er lokið. Næsta úthlutunarferli er áætlað í janúar 2023.
Hér má finna skjöl vegna styrkveitinga til þróunarsamvinnuverkefna til upplýsinga.
Athugið að viðhengi I. – Verkefnaskjal er eingöngu tillaga að sniðmáti og ekki er krafa um að félög noti þetta tiltekna skjal í umsóknum sínum. Leyfilegt er að nýta verkefnaskjöl uppsett eftir eigin hentisemi eða frá samstarfsaðilum á vettvangi en miðað er við að þær grunnupplýsingar sem koma fram í sniðmáti komi fram í verkefnaskjali.
- Umsóknareyðublað - þróunarsamvinnuverkefni
- Verklagsreglur - þróunarsamvinnuverkefni
- Gæðaviðmið 2022 – þróunarsamvinnuverkefni
- Viðhengi I - Verkefnaskjal (sniðmát)
- Viðhengi II - Lýsing á umsækjanda og samstarfsaðila
- Listi yfir gjaldgeng samstarfslönd 2022
- Yfirlit yfir styrki til þróunarsamvinnu vor 2021
ATH: Næsta úthlutun vegna kynningar- og fræðsluverkefna er áætluð haust/vetur 2022. Fyrri úthlutun 2022 er lokið.
Hér má finna skjöl vegna styrkveitinga til kynningar- og fræðsluverkefna til upplýsinga.
Athugið að viðhengi I. – Verkefnaskjal er eingöngu tillaga að sniðmáti og ekki er krafa um að félög noti þetta tiltekna skjal í umsóknum sínum. Leyfilegt er að nýta verkefnaskjöl uppsett eftir eigin hentisemi eða frá samstarfsaðilum á vettvangi en miðað er við að þær grunnupplýsingar sem koma fram í sniðmáti komi fram í verkefnaskjali
Ekki er lengur auglýst eftir umsóknum um styrki til mannúðaraðstoðar á vegum félagasamtaka. Rammasamningar um mannúðaraðstoð við félagasamtök hafa tekið við af einstökum styrkjum. Gerðir voru rammasamningar við þrjú félagasamtök: Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn á Íslandi.
Í kjölfar úttektar á samstarfi ráðuneytisins við félagasamtök var auglýst eftir áhugasömum og reyndum félagasamtökum vegna gerð rammasamninga, bæði vegna mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnuverkefna. Gerðir voru rammasamningar við eftirfarandi félagasamtök:
- Barnaheill – Save the Children á Íslandi: Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna
- Hjálparstarf kirkjunnar: Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna
- Rauði krossinn á Íslandi: Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna
- SOS barnaþorpin á Íslandi: Þróunarsamvinna
- Reglur (nr. 1035/2020) um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu
- Rules for the Ministry for Foreign Affairs on grants for civil society organisations participating in development
- Leiðbeiningar Ríkisendurskoðunar um eftirlit með styrkjum
- Málefnaflokkar þróunarsamvinnu (e. purpose codes) skv. flokkun OECD DAC
- Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
- Listi yfir gjaldgeng samstarfslönd 2022
Sjá einnig:
Þróunarsamvinna
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.