Hoppa yfir valmynd

Samstarf við frjáls félagasamtök

Almennt 

Frjáls félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki í þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð og hefur samstarf utanríkisráðuneytisins við þau hafa farið vaxandi. Reglulegt samráð fer fram milli utanríkisráðuneytisins og Samstarfshóps íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu, auk þess sem fimm fulltrúar frjálsra félagasamtaka sitja í samstarfsráði um alþjóðlega þróunarsamvinnu.

Efst á baugi

Af fjárlögum ársins 2018 veitti utanríkisráðuneytið styrki til 20 þróunarsamvinnuverkefna Rauða krossins á Íslandi, SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Hjálparstarfs kirkjunnar, Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Enza, ABC barnahjálpar, Women Power, Styrktarfélagsins broskalla, Barnaheilla, Sólar í Tógó, Stómasamtaka Íslands og Styrktarsjóðsins Umoja að heildarupphæð 218,7 millj. kr. Jafnframt var alls 131 millj. kr. úthlutað til sex mannúðarverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, Barnaheilla og SOS Barnaþorpanna á Íslandi, þar af voru 26,5 millj. kr. eyrnamerktar viðbrögðum vegna neyðarinnar sem skapast hefur í kjölfar styrjaldar í Sýrlandi.

Til fræðslu- og kynningarverkefna var úthlutað alls tæplega 2 millj. kr. vegna fimm verkefna á vegum ABC barnahjálpar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins á Íslandi. Af þróunarsamvinnuverkefnunum voru öll nema eitt unnin í Afríku sunnan Sahara, fjögur í Úganda og Kenya, tvö í Malaví, Eþíópíu og Síerra Leóne, og eitt í Tógó, Tansaníu, Zimbabwe, Sómalíu og Suður-Afríku. Eitt þróunarsamvinnuverkefni kemur til framkvæmda á Filippseyjum. Mannúðarverkefni komu til framkvæmda í Palestínu, Eþíópíu, Írak, Kólumbíu og Indónesíu, auk þess sem veitt var framlag í svæðasjóð Barnaheilla til að bregðast við neyð vegna ástandsins í Sýrlandi. Kynningar- og fræðsluverkefni voru unnin á Íslandi.

Í byrjun árs 2018 gerði Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið með sér rammasamning um alþjóðlega mannúðaraðstoð og gildir hann yfir tímabilið 2018–2021. Upphæð samningsins fyrir fjárlagaárið 2018 nam 149,2 millj. kr. sem Rauði krossinn nýtti til verkefna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Úganda og Sýrlandi.

Árið 2018 var áhersla lögð á að útvíkka samstarf ráðuneytisins við félagasamtök og ná til nýrra samtaka. Var einkum horft til samtaka með skírskotun til atvinnulífsins, enda er aðkoma atvinnulífsins að þróunarsamvinnu mikilvæg í samhengi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Til að vinna að þessu marki var boðið til sameiginlegra kynningarfunda fyrir fyrirtæki og félagasamtök um samstarfsmöguleika við ráðuneytið. Jafnframt var félagasamtökum boðið á sérstakar vinnustofur þar sem stefna og sýn ráðuneytisins í málaflokknum var skýrð og fulltrúum samtakanna leiðbeint við útfærslu verkefna og gerð umsókna.

Umsóknir

Umsóknarfrestir fyrir verkefni á svið mannúðaraðstoðar eða þróunarverkefna verða auglýstir árlega. Ef um er að ræða umsóknir um neyðaraðstoð vegna náttúruhamfara og annarra atburða sem krefjast skjótra viðbragða eru umsóknarfrestir auglýstir sérstaklega.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira