Hoppa yfir valmynd

Tvíhliða samvinna

Meginmarkmið tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að bæta lífsviðurværi fátæks fólks og stuðla að velferð á grundvelli mannréttinda og sjálfbærrar þróunar. Stærsti hluti hennar á sér stað í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, en þar hafa sendiráð Íslands umsjón með samstarfinu. Megináherslan í löndunum tveimur er á héraðsverkefni. Unnið er að því að bæta ýmsa grunnþjónustu við íbúa héraðanna, Mangochi-héraðs í Malaví og Buikwe og Kalangala-héraðanna í Úganda. Úttektir fóru annars vegar fram á héraðsverkefni í Mangochi í Malaví fyrir tímabilið 2012–2017 og hins vegar í Kalangala í Úganda fyrir tímabilið 2006–2017. Úttektirnar voru boðnar út í einu lagi og framkvæmdar af þýsku úttektarfyrirtæki á tímabilinu mars til ágúst 2018. Helstu niðurstöður voru þær að nálgunin sem beitt er í báðum tvíhliða samstarfslöndum Íslands, svokölluð héraðsnálgun, hafi reynst vel. Þar er tvinnað saman beinum fjárlagastuðningi til héraðanna og verkefnanálgun.

Auk Malaví og Úganda fer tvíhliða starf fram í þremur áherslulöndum, Afganistan, Mósambík og Palestínu. Þar er annarri nálgun beitt og fyrst og fremst unnið í nánu samstarfi við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem hafa starfsemi í löndunum þremur. Í austanverðri Afríku hefur undanfarin ár verið unnið að svæðaverkefni á sviði jarðhitarannsókna, sem varpað hefur ljósi á ýmsa nýtingarmöguleika jarðhita á svæðinu. Í samstarfi við Alþjóðabankann hófst jafnframt á árinu nýtt svæðaverkefni í fiskimálum í vesturhluta Afríku, nánar tiltekið í Síerra Leóne og Líberíu.


Tvíhliða þróunarsamvinna

Síðast uppfært: 14.5.2019
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira