Hoppa yfir valmynd

Tvíhliða samvinna

Tvíhliða samstarfslönd Íslands eru tvö: Malaví og Úganda. Auk þess hefur Ísland unnið síðustu árin að svæðaverkefni í austurhluta Afríku sem snýr að jarðhitaleit. Tvíhliða stuðningurinn við Malaví og Úganda beinist einkum að uppbyggingu félagslegra innviða þar sem áherslusviðin eru menntun, heilbrigði og vatn og salernisaðstaða. Áhersla er lögð á að heimamenn beri sjálfir ábyrgð á verkefnum í samræmi við eigin þróunaráætlanir og að eignarhald þeirra á aðgerðum sé skýrt. Einnig er áhersla lögð á að fylgjast vel með árangri verkefna og þau eru öll metin reglulega af sjálfstæðum aðilum á grundvelli alþjóðlegra viðmiða.

Tvíhliða þróunarsamvinna

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira