Hoppa yfir valmynd

Aðlögun flóttafólks

Tekið hefur verið á móti hópum flóttafólks allt frá árinu 1956. Flóttamannaráð Íslands var stofnað árið 1995. Ný stefna var þá tekin upp við móttöku flóttafólks og hafin samvinna við einstök sveitarfélög sem hafa tekið að sér móttöku við fólkið og aðstoð við það fyrsta árið. Frá þeim tíma hefur verið tekið reglulega á móti hópum fólks og verkefnið unnið í samstarfi við Rauða kross Íslands og deildir Rauða krossins í viðkomandi sveitarfélagi. Ákvörðun um móttöku hópa er ævinlega unnin í nánu samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og byggt er á gögnum frá stofnuninni. Innflytjendaráð var stofnað á árinu 2005 og samhliða nefnd um flóttafólk sem hefur tekið við hlutverki flóttamannaráðs sem lagt hefur verið niður.

Síðustu ár hefur síðan færst mjög í aukana að flóttafólk komi sjálft til landsins og sæki um alþjóðlega vernd.

Flóttamannanefnd

Flóttamannanefnd er skilgreind í lögum um útlendinga, nr. 80/2016.

Hlutverk flóttamannanefndar er m.a. að leggja til við ríkisstjórn heildarstefnu og skipulag móttöku flóttamannahópa skv. 43. gr., hafa yfirumsjón með móttöku hópa flóttafólks.  Ákvörðun um móttöku hópa er tekin af ríkisstjórn Íslands hverju sinni. Ákvörðun um móttöku hópa er ævinlega unnin í nánu samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og byggt er á gögnum frá stofnuninni.

Flóttamannanefnd veittir stjórnvöldum umsögn um einstök tilvik eftir því sem óskað er. Flóttamannanefnd gerir ríkisstjórninni árlega grein fyrir störfum sínum og leggur ráðuneyti félagsmála nefndinni til starfsmann.

Ráðherra sem fer með félagsmál skipar flóttamannanefnd til fimm ára í senn.

Innflytjendaráð

Innflytjendaráð er skipað af ráðherra sem fer með málefni innflytjenda. Það skal vera stjórnvöldum til ráðgjafar við stefnumótun í málaflokknum og fjallar um helstu atriði sem snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.2.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum