Hoppa yfir valmynd
28. október 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 30. september 2016

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Aðrir fundarmenn: Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 13:35.

1. Greinargerð kerfisáhættunefndar

Rætt um aðstæður á fjármálamarkaði og álagspróf sem Seðlabankinn hefur framkvæmt á viðnámsþrótti fjármálakerfisins. Þá var rætt um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 9. september síðastliðnum um eldri yfirlýsingu um ábyrgð á innstæðum frá 6. október 2008. Í þessu samhengi lagði kerfisáhættunefnd áherslu á að innleiðingar á tilskipunum Evrópusambandsins um endurreisn og slit annars vegar og innstæðutryggingar hins vegar gangi hratt fyrir sig.

2. Ársfjórðungsleg umfjöllun um sveiflujöfnunarauka.

Með hliðsjón af greiningu kerfisáhættunefndar samþykkti fjármálastöðugleikaráð tillögu nefndarinnar um að hækka sveiflujöfnunarauka um 0,25%. Eiginfjáraukinn mun þá verða 1,25% fyrir öll fjármálafyrirtæki bæði hvert fyrir sig og á samstæðugrunni, nema þau sem undanskilin eru eiginfjáraukanum skv. 4. mgr. 84. gr. d laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og taka gildi 12 mánuðum frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.

3. Önnur mál

Staða lagafrumvarpa er varða fjármálastöðugleika á þinginu rædd, þá sérstaklega frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um Seðlabanka Íslands og lögum um neytendalán (þingskjal 520 — 384. mál.) og frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum. (Þingskjal 1054 — 631. mál.)

Fréttatilkynning samþykkt með breytingum.

Fundi slitið 14:10

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira