Hoppa yfir valmynd

Endurskoðun á ramma peningastefnu

Fjármálastöðugleiki hafi forgang á verðstöðugleika


Helstu tillögur:
  • Fjármálastöðugleiki hafi forgang á verðstöðugleika ef þær aðstæður koma upp að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda.
  • Ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukin. Bankinn beri einn ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindavarúð í stað þess að ábyrgðin skiptist á milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
  • Verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð.
  • Aðstoðarseðlabankastjórar verði tveir, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastefnu.

Nefnd um ramma peningastefnu leggur til 11 tillögur um umgjörð varúðartækja, endurbætt verðbólgumarkmið, markvissari beitingu stjórntækja Seðlabankans og ákvörðunarferli peningastefnunnar Í niðurstöðum sínum leggur nefndin áherslu á að sérhver peningastefna hafi sína kosti og galla. Þjóðin hafi búið við þrálátan óstöðugleika í peningamálum þar sem leikreglum hafi ekki verið fylgt. Mikilvægast sé að farið verði eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma óháð því hvaða stefna er valin.

Að mati nefndarinnar er ekkert sem bendir til annars en að verðbólgumarkmið geti gengið upp hérlendis með sambærilegum hætti og hefur tekist á Norðurlöndum. Það ætti að styrkja grundvöll peningastefnunnar með markvissari beitingu þjóðhagsvarúðar þannig að Seðlabanki Íslands beri einn ábyrgð á fjármálastöðugleika með sama hætti og bankinn er nú einn í ábyrgð fyrir verðstöðugleika. Nefndin telur hins vegar að myntráð feli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika og mælir því ekki með þeirri leið.

Nefnd um ramma peningastefnu var skipuð í mars 2017. Í nefndinni áttu sæti þrír hagfræðingar; Dr. Ásgeir Jónsson, formaður, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Nefndin fékk eftirtalda hagfræðinga til að veita stjórnvöldum ráðgjöf um peninga- og gengisstefnu til framtíðar:

  • Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóra Írlands, og Athanasios Orphanides, prófessor við MIT-háskóla og fyrrum seðlabankastjóra Kýpur – mat á reynslu af verðbólgumarkmiði fyrir Ísland og reifa hugsanlegar umbætur.
  • Sebastian Edwards, prófessor við UCLA-háskóla - mat á öðrum valmöguleikum peningastefnu fyrir Ísland en núverandi verðbólgumarkmið.
  • Kristin Forbes, prófessor við MIT-háskóla – skoðun á beitingu fjármálastöðugleikatækja.
  • Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi og Fredrik N. G. Andersson dósent við sama skóla - umfjöllun um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði.

Skýrsla nefndar um ramma peningastefnu

Viðaukar:

Skýrslur erlendra sérfræðinga:

Kynningarefni á ráðstefnu um framtíð íslenskrar peningastefnu 6. júní 2018

Síðast uppfært: 9.8.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum