Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundargerð fjármálastöðugleikaráðs 2. júlí 2020

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Fundarmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Rannveig Júníusdóttir, framkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum, Guðmundur K. Kárason, staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála og efnahagsráðuneytinu og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hófst kl. 13:05.

  1. Starfsreglur fjármálastöðugleikaráðs
    Samþykktar voru breytingar á eldri starfsreglum til samræmis við breytt hlutverk ráðsins eins og það er skilgreint nú í lögum um ráðið.
    Helstu breytingar sneru að tilmælum og ákvörðunum ráðsins, en ekki er gert ráð fyrir að ráðið muni senda frá sér formleg tilmæli líkt og áður var, og um skipulag funda og setu á þeim. Í reglunum er nú gert ráð fyrir að fundina sitji báðir ráðsmenn en á fundinum var rætt að reglulegir fundargestir yrðu fleiri, t.d. aðstoðarseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, viðeigandi framkvæmdstjórar innan Seðlabanka Íslands og skrifstofustjórar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
  2.  Kynning Seðlabanka Íslands á fjármálastöðugleika og fjármálakerfið
    Fjallað var um þau áhrif sem heimsfaraldur kórónaveiru og viðbrögð stjórnvalda hér á landi við honum hafa haft á efnahagslífið og fjármálastöðugleika. Nokkur umræða var um gjaldeyristekjur þjóðarbúsins síðustu misseri og áhrif á gengi íslensku krónunnar. Ekki hafa komið í ljós merki um fjármagnsflótta og gjaldeyrisforðinn er ennþá rúmur. Farið var yfir eiginfjár- og lausafjárstöðu kerfislega mikilvægra banka og nokkrar sviðsmyndir um hvernig staða þeirra kann að breytast miðað við nýjustu þjóðhagsspá Seðlabankans og fráviksdæmi úr nýjustu Peningamálum. Nokkur umræða skapaðist um ríkjandi lágvaxtaumhverfi og áhrif þess á skuldsetningu og sparnaðarhneigð. Þá var rætt um ríkisfjármál og fjármögnun ríkissjóðs næstu misseri.
  3.  Opinber stefna um fjármálastöðugleika
    Meðal lögbundinna verkefna fjármálastöðugleikaráðs er að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Slík stefna hefur verið í gildi í þó nokkurn tíma en hana þarf að endurskoða í ljósi nýs hlutverks ráðsins. Samþykkt var að hefja vinnu við mótun nýrrar stefnu.
  4. Önnur mál

Drög að fréttatilkynningu samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:20

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum