Hoppa yfir valmynd
20. desember 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs 2021

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn þriðja fund á árinu 2021 fimmtudaginn 16. desember. Á fundinum voru rædd staða og horfur í fjármálakerfinu. Þar á meðal var umfjöllun um eignaverð, fasteignamarkað og aukna veðsetningu og greiðslubyrði hjá fyrstu kaupendum. Arðsemi bankanna hefur aukist og eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Vanskil fara minnkandi og dregur úr óvissu um eignagæði. Fjallað var um endurskipulagningu fjármálainnviða og nýja umgjörð Reiknistofu bankanna. Jafnframt var rætt um opinbera stefnu um fjármálastöðugleika og undirbúningur lagður að mati fjármálastöðugleikaráðs á árangri af þjóðhagsvarúðartækjum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum