Hoppa yfir valmynd
22. júní 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2022

Fjármálastöðugleikaráð hélt annan fund ársins 2022 miðvikudaginn 22. júní. Seðlabankinn fór yfir helstu áhættuþætti er varða fjármálastöðugleika og var fjallað um áhrif fjármálalegra skilyrða erlendis á fjármálamarkaði hér á landi. Verðbólga í viðskiptalöndum okkar hefur hækkað mikið undanfarið. Vextir í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa hækkað og búist er við enn frekari hækkunum. Nokkur óvissa er með fjármögnun bankanna erlendis en lausafjár- og eiginfjárstaða þeirra er sterk, þrátt fyrir nokkra lækkun eiginfjárhlutfalla frá áramótum.

Á fundinum var farið yfir þróun mikilvægra þátta er varða fasteignamarkað svo sem framboð fasteigna, vexti á íbúðalánum, fasteignaverð og íbúðaskuldir heimila. Misvægi fasteignaverðs og ákvarðandi þátta þess hefur aukist en skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru lægri en þær hafa verið síðustu tvo áratugi. Rætt var um nýlegar breytingar á lánþegaskilyrðum og hver markmið með þeim eru. Við núverandi aðstæður á fasteignamarkaði er mikil veðsetning mjög áhættusöm og mikilvægt að tryggja viðnámsþrótt fyrstu kaupenda.

Loks voru fjármálainnviðir og innleiðing innlendrar, óháðrar smágreiðslulausnar til umræðu. Ráðið lagði áherslu á að vinnu við smágreiðslulausnina miði vel áfram enda er það mikilvægt fyrir þjóðaröryggi, skilvirkni, hagkvæmni í fjármálakerfinu og samkeppnishæfni.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum