Hoppa yfir valmynd
29. september 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023 fór fram föstudaginn 29. september.

Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Meðal annars þróunina á húsnæðismarkaði og skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Til umræðu var einnig fjármögnun íslensku bankanna erlendis og málefni ÍL-sjóðs. Seðlabankinn kynnti mat sitt á árangri af beitingu virkra þjóðhagsvarúðartækja. Farið var yfir stöðuna á undirbúningi netöryggisstefnu fyrir fjármálakerfið og vinnu við innlenda óháða smágreiðslulausn. Loks var gerð grein fyrir því að skilavaldið innan Seðlabankans hefði ekki tekið neinar ákvarðanir frá síðasta fundi ráðsins.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum