Hoppa yfir valmynd

Innheimta opinberra gjalda

Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi.

Ríkisskattstjóri annast innheimtu á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn á landsbyggðinni.

Stefnumótun

Ríkisskattstjóri annast stefnumótun á sviði innheimtumála á landsvísu og hefur samræmingar- og eftirlitshlutverk gagnvart öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs ásamt fleiri verkefnum á þessu sviði.

Kæruleiðir

Aðili getur farið fram á endurupptöku ákvörðunar hjá innheimtumanni. Hægt er að fá ákvarðanir innheimtumanns ríkissjóðs endurskoðaðar með stjórnsýslukæru til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Frestur til að kæra ákvörðun innheimtumanns ríkissjóðs er þrír mánuðir frá því að aðila máls er tilkynnt um ákvörðunina.

Hægt er að kvarta yfir meðferð stjórnvalda við umboðsmann Alþingis eftir að hafa tæmt allar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar. Kvörtun verður að bera upp við umboðsmann innan árs frá því að endanleg ákvörðun stjórnsýslunnar liggur fyrir.

Grunnreglur laga nr. 37/1993 um stjórnsýslu gilda um málsmeðferð hjá innheimtumanni ríkissjóðs líkt og hjá öðrum stjórnvöldum.

Endurgreiðsla oftekinna skatta og gjalda

Ef skattar og gjöld eru ofgreidd, til dæmis ef skattbreyting leiðir til lækkunar á greiddri álagningu myndast inneign gjaldanda hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Slík ofgreiðsla er endurgreidd gjaldanda skuldi hann ekki aðra skatta eða gjöld, að öðrum kosti er inneigninni skuldajafnað á móti gjaldföllnum skuldum, sbr. reglur um greiðsluforgang og skuldajöfnun opinberra skatta og gjalda.

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum