Hoppa yfir valmynd

Stjórnsýsla skattamála

Skrifstofa skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber meginábyrgð á samningu stjórnarfrumvarpa sem varða skatta og gjöld. Undirbúningur við hvert frumvarp er mismunandi en ávallt er hugað að vissum atriðum, svo sem hvort lagasetning eða breyting sé nauðsynleg; hvort þörf sé á pólitísku samráði, samráði milli ráðuneyta og/eða samráði við hagsmunaaðila eða almenning. Þá er ávallt lagt mat á áhrif hvers frumvarps, bæði almennt og sérstakt, og hvort frumvarpið standist stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.

Þegar ráðherra hefur tekið ákvörðun um að semja skuli frumvarp tengt sköttum og gjöldum þá er tilteknum sérfræðingi eða sérfræðingum innan skattaskrifstofu falin umsjón með frumvarpsgerðinni. Sé um að ræða viðamikil eða sérhæfð mál er ekki óalgengt skipaðir séu starfshópar eða vinnunefndum komið á legg sem hafa það hlutverk að gera tillögur að frumvarpi fyrir ráðherra. Sérfræðingar skattaskrifstofu eru þá skipaðir í slíka hópa/nefndir ásamt sérfræðingum utan ráðuneytisins, s.s. aðilum frá ríkisskattstjóra, tollstjóra, atvinnulífinu og hagsmunaaðilum.

Stjórnsýsla skattamála

Síðast uppfært: 25.4.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum