Hoppa yfir valmynd

Kæruleiðir, úrskurðir og ákvarðanir í skatta- og tollamálum

Í stjórnsýslulögum er kveðið á um heimild aðila stjórnsýslumáls til að kæra svokallaðar stjórnvaldsákvarðanir til æðra stjórnvalds til þess að fá þær felldar úr gildi eða þeim breytt. Sérstakar kæruheimildir er einnig að finna í lögum á sviði skattamála. Ákvarðanir undirstofnana eru því að jafnaði kæranlegar til ráðuneytisins nema lög kveði á um annað fyrirkomulag. Þá úrskurða ríkisskattstjóri og tollstjóri í ýmsum málum á þeirra málefnasviðum. Flestar ákvarðanir ríkisskattstjóra og tollstjóra eru hins vegar kæranlegar til yfirskattanefndar. Það er nokkuð mismunandi að hvaða leyti úrskurðir yfirskattanefndar og annarra eru birtir opinberlega en þeir kunna að hafa nokkuð ríkt leiðbeiningargildi. 

Bindandi álit

Skatturinn lætur uppi svokölluð bindandi álit í skattamálum berist honum beiðni um slíkt að öllum skilyrðum uppfylltum. Beiðni um bindandi álit getur tekið til álitamála sem snerta álagningu skatta og gjalda sem eru á valdsviði ríkisskattstjóra og falla undir úrskurðarvald yfirskattanefndar. Bindandi álit Skattsins er til grundvallar skattlagningu álitsbeiðanda. Álitsbeiðandi getur kært bindandi álit Skattsins til yfirskattanefndar. Þegar lögð er fram beiðni um bindandi álit skal greiða grunngjald að fjárhæð 150.000 kr. Sé um að ræða viðbótargjald, sem miðast við umfang máls, skal greiða það áður en Skatturinn lætur álitið upp.

Skatturinn lætur uppi bindandi álit um tollflokkun ef honum berst beiðni um slíkt að öllum skilyrðum uppfylltum. Ákvörðun Skattsins um bindandi tollflokkun vöru er bindandi gagnvart fyrirspyrjanda og tollyfirvöldum í sex ár frá birtingardegi, nema hún sé afturkölluð af Skattinum eða henni breytt eftir kæru til yfirskattanefndar.

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum