Hoppa yfir valmynd

Yfirskattanefnd

Yfirskattanefnd er æðsti úrskurðaraðili á stjórnsýslustigi í skattamálum og tollamálum. Yfirskattanefnd er sérstök stofnun og óháð skatt- og tollyfirvöldum og fjármála- og efnahagsráðherra í störfum sínum. Úrskurðarvald yfirskattanefndar tekur í fyrsta lagi til kærumála vegna m.a. ákvarðana ríkisskattstjóra um skatta og skattstofna. Í öðru lagi úrskurðar yfirskattanefnd um ágreining innflytjenda og tollyfirvalda í tollamálum, þar á meðal vegna ákvörðunar tollstjóra um gjaldskyldu, tollverð og tollflokkun. Í þriðja lagi úrskurðar yfirskattanefnd í ágreiningsmálum vegna ákvarðana sýslumanna um erfðafjárskatt og um stimpilgjald. Í fjórða lagi hefur yfirskattanefnd með höndum afgreiðslu mála sem skattrannsóknarstjóri ríkisins vísar til nefndarinnar með kröfu um ákvörðun sekta vegna meintra brota á skattalögum og/eða lögum um bókhald og ársreikninga.

Stjórnsýsla skattamála

Síðast uppfært: 20.5.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum