Hoppa yfir valmynd

Skatturinn

Landið er eitt skatt- og tollumdæmi með einum ríkisskattstjóra og níu starfsstöðvum. Ríkisskattstjóri stýrir stofnun sem nefnist Skatturinn og hefur stofnunin með höndum heildarferli þjónustu, álagningar og innheimtu opinberra gjalda og annarra skatta og gjalda auk þess að annast skatt- og tolleftirlit. Tollgæsla Íslands undir stjórn tollgæslustjóra heyrir undir ríkisskattstjóra. Þá setur ríkisskattstjóri framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og birtir eftir því sem efni standa til og þýðingu hefur.

Meginhlutverk Skattsins er að skatt- og tollskil almennings og fyrirtækja séu rétt og í samræmi við lögbundnar skyldur en embættið gegnir samræmingarhlutverki í skatt- og tollframkvæmd ásamt þjónustu við greiðendur. Jafnframt starfrækir stofnunin sérstaka einingu sem fer með rannsóknir skattsvika og annarra skattalagabrota. Þá sinnir stofnunin innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur og tryggir þannig ríkissjóði tekjur. Skatturinn gegnir einnig margþættu tollgæsluhlutverki á landamærum og veitir samfélaginu vernd gegn ólögmætum inn- og útflutningi vöru. Loks viðheldur stofnunin fjölda skráa sem skipta sköpum fyrir gagnsæi og samkeppnissjónarmið í viðskiptalífinu, s.s. fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá.

Stjórnsýsla skattamála

Síðast uppfært: 1.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum