Hoppa yfir valmynd

Handbók um barnalög

Hér er komin á rafrænt form önnur útgáfa af handbók um barnalög eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Sem fyrr er markmiðið fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf á aðgengilegu, heildstæðu efni um túlkun barnalaganna. Miðað er við að bókin nýtist öllum þeim sem vilja kynna sér lögin, túlkun þeirra og helstu sjónarmið sem þau byggja á. Efni bókarinnar byggist að talsverðu leyti á athugasemdum sem fylgt hafa frumvörpum til barnalaga og fram hafa komið við málsmeðferð á Alþingi. Bókin gefur því vonandi glöggt yfirlit yfir þessi lögskýringargögn eins og hefðbundið er í íslenskum fræðiritum og sambærilegum norrænum ritum. Efnið byggir þó einnig að verulegu leyti á sjálfstæðu framlagi höfundar. 

Handbók

Í fyrsta lagi er hér að finna almennan hluta þar sem fjallað er um þróun, hugtök og undirstöðuatriði í barnarétti. Í öðru lagi miðast umfjöllun hér fyrst og fremst við gildandi rétt án vísana til eldri laga nema þegar það þykir varpa sérstöku ljósi á þróun og túlkun lagaákvæða. Í þriðja lagi er efni úr almennum athugasemdum sem fylgt hafa lagafrumvörpum fléttað inn í umfjöllun um einstaka greinar ásamt frekari túlkun höfundar eftir því sem við á. Í fjórða lagi er stuðst við aðrar heimildir í einhverju mæli. Að lokum í fimmta lagi byggir ritið á ítarlegri yfirferð dóma á réttarsviðinu fram til 1. desember 2021 og margir þeirra reifaðir í tengslum við einstaka ákvæði.

Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað stuttlega um þróun barnalaga og ýmis grundvallaratriði. 

Í öðrum hluta er að farið yfir hvern kafla laganna og fjallað um einstök ákvæði. 

Í lok bókarinnar er að finna barnalögin með innfærðum öllum breytingum, meðal annars skv. breytingarlögum nr. 28/2021.  Í öðrum kafla er einnig vikið að reglugerð nr. 1450/2021 um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns. 

Handbókin frá 2013 var gefin út af Úlfljóti í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Að þessu sinni er útgefandi dómsmálaráðuneytið sem hefur valið að gera bókina aðgengilega rafrænt. Rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur auk þess gert samning við Úlfljót um heimild til eintakagerðar og dreifingar. 

Sjá einnig:

Lög

Þjónusta sýslumanna

Sjá upplýsingar og ýmis eyðublöð sem varða faðerni á vef sýslumanna.

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum