Hoppa yfir valmynd

Ráðgjöf og sáttameðferð

Góð samskipti og raunveruleg, varanleg sátt milli foreldra eykur líkur á að barn nái fullum líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska og ljóst er að hagsmunum barns er almennt best borgið ef foreldrum tekst að ná samkomulagi um forsjá barns, lögheimili og umgengni. Í barnalögum er nú mælt fyrir um að foreldrum beri skylda til að leita sátta áður en þeir geta krafist úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir og er það hlutverk sýslumanna að bjóða þeim sáttameðferð. Foreldrar geta þó jafnframt leitað til annarra sjálfstæðra sáttamanna.

Í reglum sem settar hafa verið til bráðabirgða um ráðgjöf og sáttameðferð samkvæmt 33. gr. og 33. gr. a barnalaga segir á hinn bóginn að sjálfstæðir sáttamenn eigi ekki að veita sáttameðferð ef þegar er verið að veita hana á vegum sýslumanns. Þá skal sjálfstæður sáttamaður hætta sáttameðferð ef annað eða báðir foreldrar leita til sýslumanns með beiðni um sáttameðferð. 

Markmið með sáttameðferð er að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu. Foreldrar skulu mæta sjálfir á þá sáttafundi sem sáttamaður boðar til. Þá skal veita barni, sem náð hefur nægilegum þroska, kost á að tjá sig við sáttameðferð nema telja megi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins.

Sáttamaður skal gæta þess að vera hlutlaus í máli og leitast við að draga fram þá hagsmuni sem leitt geta til þess að máli verði lokið með sátt. Ef sátt tekst ekki gefur sá sem annast hefur sáttameðferð út sérstakt sáttavottorð sem gildir í 6 mánuði. Í vottorðinu gerir hann grein fyrir því hvernig sáttameðferð fór fram, helstu ágreiningsatriðum, afstöðu aðila og sjónarmiðum barns nema það sé talið ganga gegn hagsmunum barnsins.

Ráðherra hefur sett reglur um ráðgjöf og sáttameðferð.

Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum, sjá hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=4b6064c5-0ae6-446f-a860-778cf06e755b

Sjá einnig:

Lög og reglur

Þjónusta sýslumanna

Upplýsingar og ýmis eyðublöð sem varða ráðgjöf og sáttameðferð á vef sýslumanna

Gagnlegir tenglar

Bæklingar um sáttameðferð á nokkrum tungumálum á vef sýslumanna

Síðast uppfært: 6.11.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira