Hoppa yfir valmynd
19.03.2013 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 19. mars 2013

Fundargerð 81. fundar, haldinn hjá Samiðn, þriðjudaginn 19. mars 2013, kl. 14.00 – 16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Ingibjörg Broddadóttir, velferðarráðuneyti, Lovísa Lilliendahl, velferðarráðuneyti, Þórður Á. Hjaltested, varamaður Bjargar Bjarnadóttur, tiln. af Kennarasambandi Íslands, Svanborg Sigmarsdóttir, varamaður Ástu S. Helgadóttur, tiln. af Umboðsmanni skuldara, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Margrét Steinarsdóttir, tiln. af Mannréttindaskrifstofu Íslands, Garðar Hilmarsson, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Þórhildur Þorleifsdóttir, skipuð af velferðarráðherra, Þorbjörn Guðmundsson, Samiðn og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, velferðarráðuneyti sem ritaði fundargerð.
Gestur fundarins: Ingi Valur Jóhannsson, sérfræðingur í velferðarráðuneyti.

LB setti fund.

Í upphafi fundar upplýsti LL fundarmenn um að heldur væri farið að draga úr atvinnuleysi á Suðurnesjum sem er mikið fagnaðarefni.

Fundargerðir

Fundargerðir 78. fundar og 79. fundar voru samþykktar.  
Fundargerð 80. fundar bíður næsta fundar og verða drög að þeirri fundargerð send fundarmönnum.

Tillaga um norrænt formennskuverkefni - Norræna velferðarvaktin:

Ingi Valur Jóhannsson, sérfræðingur í velferðarráðuneyti.

Að beiðni formanns fór Ingi Valur fyrst stuttlega yfir stöðu húsnæðismála en nefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur hefur skilað tillögum um húsnæðisstofnun. Fram komu sex tillögur og skipaðir voru síðan 5 vinnuhópar.  Haft var víðtækt samráð við hina ýmsu aðila og félagasamtök.  Fram kom að enn væri verið að vinna í málum Íbúðalánasjóðs og að nú væri fylgst mjög vel með leigumarkaðinum, s.s. leiguverði o.fl.  Einn vinnuhópanna fjallaði um leigufélög og annar um húsnæðisbætur sem ætlað er að koma í stað vaxtabóta og húsaleigubóta. Vinnuhópur, sem settur var á laggirnar haustið 2012, fjallaði um innleiðingu húsnæðisbóta og var það unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga.  Hugmyndin er að ríkið taki alfarið yfir húsnæðisbæturnar en sveitarfélögin sjái um sérstakar húsaleigubætur og hafa miklar viðræður verið í gangi í gegnum tíðina við lífeyrissjóðina. -

Norræna verkefnið - Norræna velferðarvaktin
Ísland verður með formennsku árið 2014 í norrænu ráðherranefndinni en gegndi síðast formennsku árið 2009. Svíar eru með formennskuna í ár. Til ráðstöfunar er upphæð að fjárhæð 45 m.dkr. sem er ætlað að styrkja stærri verkefni og getur hvert land fengið 15 m.dkr. í þrjú ár.  Mikilvægt er að velja verkefnin vel og þurfa þau m.a. að vera pólitískt mikilvæg, fela í sér nýsköpun og vera þverfagleg. Þessi hugmynd að norrænni velferðarvakt vaknaði þegar sænski atvinnumálaráðherrann heimsótti Ísland.  Brýnt er að fylgjast með framvindunni og bregðast við, endurmeta norræna velferðarkerfið, skoða innviðina og bregðast við.  Mikilvægt er að kerfið sé ekki of fast fyrir.  Tillögur um norræna samstarfsverkefnið – Norræna velferðarvaktin:

  1. Hvernig brugðist er við í kreppu og aðsteðjandi erfiðleikum.
  2. Hvaða áhrif kreppa hefur á heilsufar þjóðanna.
  3. Þróunarverkefni og hvort þetta módel (íslenska velferðarvaktin) gæti nýst og verið

áhugavert fyrir hin Norðurlöndin og sem dæmi Félagsvísarnir.
Ingi Valur nefndi að þetta þríþætta verkefni þyrfti að hafa tengingu við hin Norðurlöndin en búið er að kynna það fyrir ríkisstjórninni, norræna samstarfsráðherranum og þetta er í deiglunni.
Að lokinni kynningu var Inga Val þakkað fyrir góða kynningu.

Framhald umræðu um stöðu velferðarvaktarinnar og næstu skref, m.a. í ljósi kosninga til Alþingis í apríl nk.

Ýmsar hugmyndir ræddar um hvernig eigi að miðla upplýsingum um áherslur velferðarvaktarinnar í aðdraganda kosninga.

Fram kom sú hugmynd að áfangaskýrsla velferðarvaktarinnar yrði send fjölmiðlum og stjórnmálamönnum og hvort heldur hún bærist þeim fyrir eða eftir kosningar væri mikilvægt að fara að byrja á henni. Bent á skýrslu sem hafa mætti til hliðsjónar.

Rætt var um að til koma megi á siðbót í samfélaginu þurfi að byrja á börnunum og kom fram að þeir sex grunnþættir menntunar í nýjum aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem allt skólastarf skal byggja á væru læsi í víðum skilningi, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.

Gildin, samstarf við börn og unglinga, mikilvægt að allir stilli saman strengi og tekið sem dæmi að einelti er ekki eingöngu mál skólanna heldur samfélagslegt verkefni.  Þá kom fram að samstarf heimilis og skóla er að eflast.

Önnur mál

Páll Skúlason, heimspekingur hefur orðið við beiðni formanns um að koma á fund velferðarvaktarinnar þann 16. apríl nk.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira