Hoppa yfir valmynd
23.02.2016 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Fundargerð velferðarvaktarinnar 23. febrúar 2016

Fundargerð 11. fundar Velferðarvaktarinnar
haldinn 23. febrúar 2016 hjá Barnaheillum

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Ellý Alda Þorsteinsdóttir frá Reykjavíkurborg, Sædís Arnardóttir frá Hjálparstofnun kirkjunnar, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Nína Helgadóttir frá RKÍ, Svanborg Sigmarsdóttir frá Umboðsmanni skuldara, Sigurrós Kristinsdóttir frá ASÍ, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheill, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðni Olgeirsson frá menntamálaráðuneytinu, Garðar Hilmarsson frá BSRB, Védís Drafnardóttir frá Geðhjálp, Jenný Ingudóttir frá Heimili og skóla, Elín Rósa Finnbogadóttir frá Innanríkisráðuneyti, Hugrún Hjaltadóttir frá Jafnréttisstofu, Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun, Árni Múli Jónasson frá Þroskahjálp, Halldór Gunnarsson frá velferðarráðuneyti, Guðni Olgeirsson frá menntamálaráðuneyti og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

Gestir: Lovísa Arnardóttir frá Unicef, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Elsa Lára Arnardóttir frá velferðarnefnd Alþingis.

Dagskrá fundar:
1. UNICEF skýrsla um skort barna. Stutt kynning á niðurstöðum hennar.
2. Kolbeinn Stefánsson frá Hagstofunni kynnir fyrstu niðurstöður rannsóknar sem unnin er fyrir Velferðarvaktina á þeim sem búa við sárafátækt.
3. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Elsa Lára Arnardóttir, varaformaður, kynna vinnu nefndarinnar varðandi breytingar á húsnæðismálum.
4. Bréf barnahópsins um að styðja stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum til 2020.
5. Önnur mál.

___

1. UNICEF skýrsla um skort barna
- Lovísa Arnardóttir, Unicef
Lovísa kynnti nýja skýrslu Unicef um skort barna á Íslandi. Skýrslan tekur til kannana árin 2009 og 2014. Unicef hefur komið því á framfæri við velferðarráðuneytið að stjórnvöld taki boltann og láti árlega framkvæma slíka könnun til þess að geta fylgst betur með þróuninni. Í skýrslunni kemur fram að skortur barna sé mun meiri árið 2014 en árið 2009 og komi skýrast fram í tengslum við húsnæðismál og tómstundir.
Rætt var um að rannsóknin gefi mikilvægar upplýsingarum stöðu barna og fram kom að það yrði mjög gagnlegt að framkvæma aðra könnun áður en Ísland fer fyrir Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna árið 2018.

2. Fyrstu niðurstöður rannsóknar sem unnin er fyrir Velferðarvaktina á þeim sem búa við sárafátækt.
Siv sagði frá fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar á þeim sem búa við sárafátækt. Hagstofan er í þessari rannsókn að þróa nýjar aðferðir við að greina niðurstöður sem ættu að gefa marktæka greiningu á þessum tiltekna hópi eða svokölluðum 2% hópi. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að húsnæði og heilsufar eigi verulegan þátt í því að fólk býr við skort á efnislegum gæðum. Hægt verður að greina niðurstöðurnar eftir kyni, búsetu, ríkisfangi, tekjum, fjölskyldugerð, barnafjölda og fl.
Rætt var um að það væri mjög gagnlegt að sjá greiningu á búsetusvæðum og var jafnt aðgengi að þjónustu nefnt í því samhengi.

3. Fundur með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í varðandi gjaldtökuheimildir skóla/sveitarfélaga
Siv sagði frá fundi fulltrúa Velferðarvaktarinnar með fulltrúum Sambandsins og fleiri aðilum varðandi kostnað við skólamáltíðir, námsgögn og frístundir. Sambandið hefur gróflega greint þennan kostnað að beiðni Velferðarvaktarinnar og stefnt er að því að fulltrúar þaðan verði með kynningu á næsta fundi vaktarinnar. Rætt var um að bréf vaktarinnar til Sambandsins hefði borið góðan árangur og Sambandinu var sömuleiðis hrósað fyrir jákvæð viðbrögð.

4. Bréf barnahópsins um að styðja stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum til 2020.
Rætt var um drög barnahópsins að bréfi til ráðherra (eða þingmanna) vegna áfengisstefnunnar sem mikið verið hefur til umræðu í samfélaginu að undanförnu. Fulltrúar voru almennt á þeirri skoðun að í ljósi þess að hér væri um velferðarmál sem hefði talsverð áhrif á börn og ungmenni væri rétt að móta slíkt bréf. Var ákveðið að breyta drögunum þ.e. að meiri áhersla yrði lögð á þær rannsóknir sem draga fram aðstæður barna og ungmenna í þessu sambandi. Var ákveðið að fulltrúar Velferðarvaktarinnar myndu afgreiða slíkt bréf í töluvpósti þegar það er tilbúið.

5. Staða húsnæðismálafrumvarpa í velferðarnefnd Alþingis
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Elsa Lára Arnardóttir frá velferðarnefnd Alþingis sögðu frá stöðu fjögurra húsnæðismálafrumvarpa sem nú eru til afgreiðslu í nefndinni. Um er að ræða frumvörp til laga um a) húsnæðisbætur, b)almennar íbúðir, c) breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög og d) breytingar á húsaleigulögum. Gestakomum er nú lokið og er nú verið að skoða áhrif markmiða frumvarpanna á ákveðna hópa og samfélagið í heild sinni. Vonast er til þess að fyrstu þrjú frumvörpin nái fram að ganga og geti orðið að lögum í vor en einhver bið verður á afgreiðslu frumvarps um breytingar á húsaleigulögum en nefndin hefur ekki enn tekið það frumvarp fyrir, þar gætir auk þess meiri ágreinings.

Næsti fundur verður haldinn í velferðarráðuneytinu þriðjudaginn 5. apríl kl. 8.30-11.30.

Ekki meira rætt og fundi slitið./LL

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira