Hoppa yfir valmynd
30.08.2022

Fundur Velferðarvaktarinnar 30. ágúst 2022

57. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

30. ágúst 2022 kl. 9.15-11.00.

---

1.  Rannsókn á stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman
Ari Klængur Jónsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, kynnti rannsókn sem er nú að fara af stað á stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur að gerð rannsóknarinnar í samvinnu við Velferðarvaktina. Gagna verður aflað með spurningakönnun sem lögð verður fyrir tilviljunarúrtak foreldra af landinu öllu, sem eiga börn en deila ekki lögheimili með þeim. Í rannsókninni verður meðal annars leitast við að athuga hvort og þá hvernig fjárhagur þeirra hafi áhrif á samveru og samband við börnin, kostnaðarþátttöku í uppeldi barnanna s.s. við íþrótta- og tómstundaiðkun.

Glærur.

2. Samhæfing námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp
Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp kynnti verkefni á vegum Þroskahjálpar sem lýtur að því að samhæfa upplýsingar um námsframboð og atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk. Verkefnið er stutt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu og er einn liður í stefnu stjórnvalda að fjárfesta í fólki og fjölga markvisst atvinnutækifærum einstaklinga með mismikla starfsgetu.

Glærur.

3. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk til að auka lífsgæði
Berglind Magnúsdóttir, verkefnastjóri í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, kynnti vinnu sem stendur nú yfir á endurskoðun á þjónustu við eldra fólk í landinu. Þjónustan heyrir í dag undir þrjú ráðuneyti og hluti hennar undir sveitarfélögin en meginmarkmiðið er að tryggja eldra fólki samhæfða þjónustu við hæfi, á réttu þjónustustigi og á réttum tíma hvort sem um er að ræða stuðningsþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisins. Skipuð hefur verið verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, að stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila, forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem lögð verði fram á Alþingi vorið 2023.

Glærur.

4. Velferð, líðan og hagir barna og ungmenna á landinu, með áherslu á andlega heilsu
Ársæll Már Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar um velferð, líðan og hagi barna og ungmenna á landinu, með áherslu á andlega heilsu en markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.

5. Örkynningar

  • Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands - Sigurveig H. Sigurðardóttir.
  • Mannréttindaskrifstofa Íslands - Margrét Steinarsdóttir. Glærur.

6. Önnur mál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum