Hoppa yfir valmynd
16.08.2023

Fundur Velferðarvaktarinnar 14. mars 2023

61. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn á Teams

14. mars 2023 kl. 13.15-15.00.

 

1. Málefni félagsþjónustu sveitarfélaga.
Til stóð að fá kynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um húsnæðisuppbyggingu, en sökum forfalla fyrirlesara fór María Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, yfir ýmis verkefni sem verið er að vinna að á vettvangi sveitarfélaga.

2. Stafræn þróun og fatlað fólk.
Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, og Garðar Kristinsson Thorlasius, réttindagæslumaður fatlaðs fólks, kynntu norrænt verkefni, sem Ísland tók frumkvæði að, um að efla stafræna þróun til að fyrirbyggja að fatlað fólk sitji eftir í stafrænum heimi.
Glærur

3. Heilsuefling fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir.
Arna Sigríður Albertsdóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, kynnti verkefni á vegum samtakanna sem miðar að því að auka lífsgæði fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir.
Glærur

4. Raddir ungra innflytjenda – inngilding í nám, starf og samfélag.
Fjóla María Lárusdóttir og Hildur Betty Kristjánsdóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynntu nýtt verkefni sem hefur það markmið að efla innflytjendur í menntun, atvinnulífi og samfélagi.

Glærur

5. Örkynningar úr baklandinu.

Innviðaráðuneytið, Gústav Aron Gústavsson. Glærur.

6. Önnur mál.

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum