Hoppa yfir valmynd

Gerð og prentun kjörseðla

Kjörseðill og önnur kjörgögn við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Dómsmálaráðuneytið sér um gerð, útlit, frágang og prentun kjörseðla, kjörseðilsumslaga, fylgibréfa og sendiumslaga ásamt stimplum með listabókstöfum við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og sendingu þessara kjörgagna til sýslumanna og utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu kjörgagna erlendis til sendiráða, sendiræðisskrifstofa og kjörræðismanna.

Kjörseðill og önnur kjörgögn við atkvæðagreiðslu á kjördag

Dómsmálaráðuneytið sér einnig um gerð, útlit, frágang og prentun kjörseðla, sem notaðir verða á kjörfundi, og sendingu þeirra til yfirkjörstjórna, sem síðan annast framsendingu þeirra til undirkjörstjórna.

Kjörseðla, sem notaðir verða á kjörfundi, skal fullgera þannig:

  • Prenta skal framboðslistana hvern við annars hlið, í röð eftir bókstöfum þeirra, og skal ætla hverjum lista um 6 sm breidd en lengd skal miðuð við fulla löglega tölu frambjóðenda. Ef framboðslistar í kjöri eru fleiri en sautján skulu listarnir prentaðir í láréttum röðum. Þess skal gætt að í röðunum sé sem jafnastur fjöldi lista.
  • Fyrir framan bókstaf hvers lista, sem skal vera stór og greinilegur og standa yfir miðjum listanum, skal vera ferningur. Niður undan bókstafnum skulu vera nöfn frambjóðenda listans í réttri röð ásamt stöðu eða starfsheiti og heimili ef nauðsyn þykir til auðkenningar.
  • Listarnir skulu aðgreindir með feitum langstrikum og skal að minnsta kosti ½ sm breitt bil vera fyrir framan nöfnin á hverjum lista.
  • Þess skal getið um hvern lista fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er í kjöri á þann hátt að prenta með skýru letri neðan við listabókstafinn en ofan við nöfnin á listanum: Listi (nafn stjórnmálasamtakanna).
Síðast uppfært: 20.8.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum