Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - yfirlit
EES-samningnum er skipt í þrjá hluta, eða meginmál sem er 129 greinar, 49 bókanir og 22 viðauka. Þegar vísað er til EES-samningsins er oft átt við meginmálið, en strangt til tekið teljast allir þrír hlutarnir til EES-samningsins. Ákvæði bókananna kveða á um nánari beitingu reglna í meginmáli samningsins og viðaukarnir taka til mismunandi málefnasviða og þar er einnig að finna tilvísanir til afleiddrar löggjafar ESB, eða svokallaðra gerða (þær réttarreglur sem stofnanir ESB setja með heimild í stofnsáttmálunum, eða reglugerðir, tilskipanir, o.s.frv.). Einnig er að finna í viðaukunum skýringar á því hvernig gerðir eru teknar upp í EES-samninginn. Fjöldi yfirlýsinga fylgir lokagerð samningsins sem ekki teljast formlegur hluti hans.
Með EES-samningnum var leitast við að taka upp í einn þjóðréttarsamning verulegan hluta af regluverki Evrópusambandsins samkvæmt stofnsáttmálum þess og þeim réttarreglum sem eru leiddar af stofnsáttmálunum sem skýrir það hversu umfangsmikill samningurinn er. Eins er viðkomandi regluverk í stöðugri þróun og því var gert ráð fyrir því að unnt væri að taka nýjar reglur ESB-réttar upp í samninginn.
Með einföldun má segja að þýðingarmestu ákvæði meginmáls EES-samningsins séu efnislega samhljóða þeim þáttum sem varða fjórfrelsið í Rómarsáttmálanum sem var í gildi á þeim tíma, nú Sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins (e. Treaty on the Functioning of the European Union).
Hér á eftir fylgir meginmál samningsins ásamt bókunum og viðaukum.
Meginmál EES-samningsins
Hér má finna meginmál Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES).
Bókanir við EES-samninginn
Unnið er að því að gera bókanir við EES-samninginn aðgengilegar á íslensku á ný. Þangað til er hægt að nálgast uppfærðan enskan texta gagnanna á vef EFTA-skrifstofunnar eða hafa samband í gegnum netfangið [email protected] til að óska eftir einstökum textum.
Viðaukar við EES-samninginn
Unnið er að því að gera viðauka við EES-samninginn aðgengilega á íslensku á ný. Þangað til er hægt að nálgast uppfærðan enskan texta gagnanna á vef EFTA-skrifstofunnar eða hafa samband í gegnum netfangið [email protected] til að óska eftir einstökum textum.
Aðrir textar
Unnið er að því að gera aðra texta tengda EES-samningnum, svo sem gerðir, yfirlýsingar og samþykktir, aðgengilegar á íslensku á ný. Þangað til er hægt að nálgast uppfærðan enskan texta gagnanna á vef EFTA-skrifstofunnar eða hafa samband í gegnum netfangið [email protected] til að óska eftir einstökum textum.
EES UPPLÝSINGAVEITAN
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.