Hoppa yfir valmynd

Þvingunaraðgerðir

Útflutningseftirlit - Hryðjuverkamál - Peningaþvætti

Markmið þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi í heiminum og/eða tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákveður þvingunaraðgerðir með bindandi hætti og geta ríkjahópar einnig átt samstarf um slíkt.

Ísland framfylgir þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka og vegna efnavopna, alvarlegra mannréttindabrota og netárása. Þvingunaraðgerðirnar eru ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsríki samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna, nr. 68/2023 í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og er þeim ætlað að tryggja virka fylgni við alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.

Lista yfir þau ríki og þverlæg málefni sem Íslands framfylgir þvingunaraðgerðum gegn er að finna hér að neðan.

Þvingunaraðgerðir eru verulega íþyngjandi fyrir þá aðila sem hafa verið skráðir á lista yfir þvingunaraðgerðir og því mikilvægt að þeir hafi úrræði til að fá slíkar ákvarðanir endurskoðaðar.

Hér að neðan gefur að líta hvert aðilar sem hafa verið skráðir á lista yfir þvingunaraðgerðir geta leitað til að fá slíka skráningu endurskoðaða.

Þvingunaraðgerðir 

Eftirfarandi er listi yfir þau ríki og aðila sem þvingunaraðgerðir sem Ísland framfylgir beinast gegn, hvað felst í viðkomandi þvingunaraðgerðum auk þess sem hlekkir eru á íslenskar innleiðingarreglugerðir.

Póstlisti vegna breytinga á lista yfir þvingunaraðgerðir 

Hægt er að skrá sig á póstlista og fá tilkynningu um breytingar á lista yfir þvingunaraðgerðir (landalista). Skráning er á áskriftarsíðu stjórnarráðsins. Þar er flokkurinn Þvingunaraðgerðir - breytingar á landalista valinn undir fyrirsögninni Annað.

Nýjustu breytingar á lista yfir þvingunaraðgerðir

Landalisti

ESB - ÍS: Rg. 211/2024

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs
  • Landgöngubann

ESB – IS: Rg. 1260/2023

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs og bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.
 

ESB - ÍS: Rg. 55/2023, rg. 577/2023, rg. 954/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs og bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.
 

ÍS: Rg. 29/2020rg. 1712/2023

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.

ÍS: Rg. 1396/2020

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.

SÞ: 2374 (2017) IS: Rg. 381/2018, rg. 1717/2022, rg. 578/2023, rg. 717/2024

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.

ESB - IS: Rg. 380/2018, rg. 669/2019, rg. 1719/2022rg. 1712/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við útflutningi á vissum búnaði, tækni og hugbúnað vegna fjarskiptavöktunar og inngripa stjórnvalda.
  •  Landgöngubann.

ESB -  ÍS:  Rg.  744/2015, sbr. rg. 504/2016, rg. 844/2017, rg. 1377/2018, rg. 653/2021, rg. 1712/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.

ESB -  ÍS: Rg.  283/2015, sbr. rg. 503/2016, rg. 119/2023rg. 1712/2023

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.

ESB -  ÍS: Rg.  456/2014, sbr. rg. 763/2014, rg. 276/2015, rg. 495/2016, rg. 449/2017, rg. 434/2023, rg. 577/2023, rg. 867/2024

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Innflutningsbann á vopn og skyldan búnað.
  • Bann við vissum fjárhagslegum ráðstöfunum og þjónustu.
  • Takmarkanir á aðgangi að flugvöllum.
  • Skoðunar- og tilkynningarskylda varðandi farmsendingar með flugi og skipum til Sýrlands.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Bann við útflutningi á vissum vörum, afurðum, og tækni.
  • Bann við innflutningi á vissum vörum, afurðum, og tækni.
  • Bann við þátttöku, aðstoð og fjármögnun vegna framkvæmda við nýjar virkjanir til raforkuframleiðslu í Sýrlandi.
  • Bann við fjármögnun og fjárhagaðstoð vegna flugvélaeldsneytis og íblöndunarefna.
  • Bann við þjónustu, tæknilegrar aðstoða, fjármögnun, fjárhagsaðstoð og þjálfun vegna olíu- og jarðgasiðnaðar í Sýrlandi.
  • Bann við innflutningi á og fjármögnungarþjónustu vegna hráolíu og olíuvöru.
  • Bann við aðstoð og þjónustu vegna fjarskiptavöktunar og hlerunar.
  • Takmarkanir á viðskipti með menningarverðmæti.
  • Bann við afhendingu seðla og myntar til Seðlabanka Sýrlands.
  • Landgöngubann.

SÞ: 1591 (2005) -   ESB -  ÍS:  Rg.  804/2015, rg. 578/2023, rg. 1214/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.
SÞ: 2206 (2015)   -  ESB -  ÍS: Rg. 900/2015, rg. 569/2019, rg. 578/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.

SÞ:  751 (1992) -   ESB -  ÍS:  Rg.  792/2015, sbr. rg. 97/2016, rg. 1399/2019, rg. 652/2021, rg. 430/2023, rg. 577/2023, rg. 551/2024

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Skoðunar- og tilkynningarskylda varðandi farmsendingar til og frá Sómalíu.
  •  Landgöngubann.
  • Bann við innflutning á vissum kolum og tengdri fjármögnun og fjárhagaðstoð.
  • Aðgát varðandi sölu og flutning á vörum, fjármögnun, tæknilega aðstoð, fjármögnun.

ESB - ÍS: Rg.  281/2014,  287/2014,  330/2014,  522/2014,  764/2014,  772/2014
935/201475/2015745/2015395/2016984/201658/2017307/2017, 448/2017679/2018, 567/2019102/202166/2022248/2022, 306/2022, 385/2022, 532/2022, 1093/2022, 1349/2022, 179/2023, 219/2023, 393/2023, 857/2023, 908/20231712/2023195/2024369/2024893/2024866/2024

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Innflutningsbann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á hlutum með tvíþætt notagildi.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við vissum fjárhagslegum ráðstöfunum og þjónustu.
  • Bann við aðgangi að flugvöllum og yfirflugi.
  • Bann við breiðdreifingu og aðstoð við breiðdreifingu efnis frá vissum aðilum.
  • Bann við auglýsingu á vörum eða þjónustu frá vissum aðilum.
  • Bann við landflutningi rússneskra aðila.
  • Bann við aðgangi að höfnum.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Bann við útflutningi á vissum vörum, afurðum, og tækni.
  • Bann við innflutningi á vissum vörum, afurðum og tækni.
  • Bann við tækni- og fjárhagaðstoð og miðlunarþjónustu vegna hráolíu og olíuvöru.
  • Bann við tækni- og fjárhagaðstoð og miðlunarþjónustu vegna olíuhreinsunar og vinnslu á jarðgasi.
  • Bann við vissum þjónustuviðskiptum.
  • Landgöngubann.

ESB -  ÍS: Rg.  278/2015, rg. 568/2019, rg. 1039/2021, rg. 57/2023rg. 1712/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands.
  • Bann við þjálfun og samstarfi hers Myanmar.
  • Sölubann á hlutum með tvíþætt notagildi.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Útflutningsbann á eftirlits- og hlustunarbúnaði.
  •  Landgöngubann.

ESB -  ÍS: Rg.  291/2015, sbr. rg. 95/2016, rg. 25/2021, rg. 632/2023rg. 1712/2023

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann. 

SÞ: 2127 (2013) -  ESB - ÍS: Rg.  760/2014, sbr. rg. 1011/2015 , rg. 492/2016, rg. 234/2017, rg. 846/2017, rg. 1393/2018, rg. 1718/2022, rg. 577/2023, rg. 1350/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  •  Landgöngubann

SÞ:  1970 (2011)  -   ESB -  ÍS: Rg. 887/2015 , sbr. rg. 516/2016, rg. 221/2019, rg. 796/2019, rg. 139/2022, rg. 578/2023, rg. 905/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Bann við þjálfun og aðstoð vegna vopna og skylds búnaðar.
  • Innflutningsbann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Takmarkanir á aðgang að flugvöllum og yfirflugi.
  • Skoðunar- og tilkynningarskylda varðandi farmsendingar til og frá Líbíu.
  • Takmarkanir á flutningi hráolíu frá Líbíu með skipum.
  • Takmarkanir á aðgangi að höfnum.
  • Takmarkanir á veitingu ákveðinnar þjónustu til skipa.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Takmarkanir á vissum útflutningi vöru og tækni.
  • Landgöngubann.
  • Aðgát með viðskipti við líbíska aðila.

SÞ: 1636 (2005)  -   ESB -  ÍS: Rg. 835/2015, rg. 1720/2022, rg. 577/2023rg. 1712/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.

SÞ: 1718 (2006) -  ESB -  ÍS: Rg. 160/2015, sbr. rg. 496/2016, rg. 227/2018, rg. 222/2019, rg. 578/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Innflutningsbann á vopn og skyldan búnað.
  • Sölubann á hlutum með tvíþætt notagildi.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við vissum fjárhagslegum ráðstöfunum og þjónustu.
  • Bann við aðgangi að flugvöllum og yfirflugi.
  • Skoðunar- og tilkynningarskylda varðandi farmsendingar til og frá Norður-Kóreu.
  • Bann við kaupum og viðtöku veiðréttinda frá Norður-Kóreu.
  • Bann við sölu og leigu á fasteignum til Norður-Kóreu eða öðru leyti en vegna sendiráða og ræðismanna.
  • Bann við veitingu atvinnuleyfa.
  • Bann við veitingu heimildar skipa til að sigla undir fána Norður-Kóreu.
  • Bann við þjónustu, skráningu og aðstoð við skip sem sigla undir fána Norður-Kóreu.
  • Bann við aðgangi að höfnum.
  • Haldlagning og skoðun á varningi skipa sem flytja farm frá eða til Norður-Kóreu.
  • Bann við útflutningi á vissum vörum og tækni.
  • Bann við útgáfu nýrra peningaseðla og myntar fyrir Norður-Kóreu.
  • Takmarkanir á stofnsetningu útibúa og dótturfyrirtækja og samstarfi við Norður-Kóreanska banka.
  • Bann við vissum þjónustuviðskiptum.
  • Takmarkanir á vissri kennslu og þjálfun.
  • Aðgát varðandi diplómatíska fulltrúa Norður-Kóreu.
  • Landgöngubann.

 SÞ: 1533 (2004)  -  ESB -  ÍS:  Rg.  800/2015, Rg. 842/2017, rg. 196/2021, rg. 65/2022, rg. 56/2023, rg. 578/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað gagnvart öðrum en ríkisstjórn.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Landgöngubann.

SÞ: 2140 (2014) - ESB - ÍS: Rg. 880/2015, sbr. rg. 96/2016, rg. 1716/2022, rg. 577/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Skoðunar- og tilkynningarskylda varðandi farmsendingar til Jemen.
  •  Landgöngubann.

SÞ:  1518 (2003) -   ESB -  ÍS: Rg. 851/2015, rg. 577/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað. 
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Takmarkanir á viðskipti með menningarverðmæti. 

SÞ: 1737 (2006) ESB-  ÍS: Rg.  384/2014, sbr. rg. 275/2015, rg. 786/2015, rg. 91/2016, rg.506/2016, rg. 843/2017, rg. 578/2023, rg. 955/2023rg. 1712/2023, rg. 773/2024

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann.
  • Útflutningsbann á eftirlits- og hlustunarbúnað. 
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands. 
  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Innflutningsbann á vopn á skyldan búnað.
  • Sölubann á hlutum með tvíþætt notagildi.
  • Skoðunar- og tilkynningarskylda varðandi farmsendingar til og frá Íran.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Bann við vissum útflutningi vöru og tækni.

SÞ: 2048 (2012) -   ESB -  ÍS:  Rg. 567/2014, rg. 638/2021, rg. 906/2023

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann 

ESB -  ÍS: Rg. 277/2015, sbr. rg. 93/2016, rg. 195/2021, rg. 1712/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað 
  • Landgöngubann 
ESB - ÍS: Rg. 92/2016, rg. 27/2021rg. 1712/2023
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum
ESB - Ís. Rg. 765/2014 , sbr. rg. 494/2016rg. 1712/2023
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann 

ESB -  ÍS:  Rg. 97/2012, sbr.  rg. 1101/2013rg. 817/2015, rg. 505/2016, rg. 845/2017, rg. 1378/2018, rg. 1225/2020, rg. 29/2021, rg. 1303/2021, rg. 1719/2021, rg. 328/2022, rg. 1094/2022, rg. 494/2023, rg. 907/2023rg. 1712/2023

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað 
  • Sölubann á búnað til bælingar innanlands
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Sölubann á hlutum með tvíþætt notagildi.
  • Bann við vissum fjárhagslegum ráðstöfunum og þjónustu.
  • Takmarkanir á aðgang að flugvöllum og yfirflugi.
  • Bann við innflutningi á tilteknum vörum og tækni.
  • Bann við útflutning á tilteknum vörum og tækni.
  • Landgöngubann.

SÞ: 1267 (1999)  -   ESB -  ÍS:  Rg. 1100/2013, sbr. rg. 897/2015, rg. 1715/2022

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Landgöngubann 

Þverlæg málefni

ÍS: Rg. 466/2021, 550/2024

  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Landgöngubann.

SÞ:  1540 (2004) -   ÍS:  Rg. 123/2009, sbr.  rg. 325/2009

SÞ: 1373 (2001)  -  ESB  -  ÍS: Rg. 448/2014, sbr. rg. 295/2015, rg. 67/2016, rg. 1400/2018, rg. 1721/2022, rg. 578/2023, rg. 290/2024, rg. 368/2024

Al Qaida o.fl.

  • Sölubann á vopn og skyldan búnað.
  • Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs. Bann við veitingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
  • Bann við greiðslu á vissum kröfum.
  • Landgöngubann

Endurskoðun eða afskráning af lista yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir

Eitt af markmiðum laga nr. 68/2023 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna er að draga úr hættu á fjármögnun hryðjuverka og fjármögnun og útbreiðslu gereyðingarvopna. Skilvirkasta úrræðið til að ná framangreindu markmiði er að tryggja að aðilar hafi ekki aðgang að fjármunum eða öðrum eignum með því að skrá viðkomandi aðila á lista yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir sem kveða á um frystingu fjármuna og efnahagslegs auð þessara aðila.

Aðilar sem hafa verið skráðir á lista yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir geta óskað eftir endurskoðun á þeirri skráningu. Vakin er athygli á því að skráning er ekki felld niður á meðan beiðni um endurskoðun eða afskráningu er til meðferðar.

Skráning af hálfu Sameinuðu þjóðanna

Aðilar sem hafa verið skráðir á grundvelli þvingunaraðgerða gegn ISIL (Da'esh) og Al-Qaida, geta beint beiðni um endurskoðun á skráningu til umboðsmanns málaflokksins hjá Sameinuðu þjóðunum. Nánari upplýsingar um skrifstofu umboðsmanns er hægt að finna á vef Sameinuðu þjóðanna: https://www.un.org/sc/suborg/en/node/189

Beiðni um endurskoðun á öðrum skráningum af hálfu Sameinuðu þjóðanna skal senda til miðlægs tengiliðar. Nánari upplýsingar um hann má finna á vef Sameinuðu þjóðanna:
http://www.un.org/

Aðilar með dvalarleyfi á Ísland og íslenskir ríkisborgarar geta óskað eftir því að Utanríkisráðuneytið komi beiðni þeirra um endurskoðun á framfæri með því að senda viðeigandi gögn og upplýsingar á:

Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir
Utanríkisráðuneytið
Rauðarárstíg 25
105 Reykjavík
Ísland
[email protected] – setja í efnislínu „alþjóðlegar þvingunaraðgerðir“

Sama á við um skráningu á lista sem Ísland hefur gefið út í samræmi við 23. gr. laga nr. 68/2023.

Skráning af hálfu Evrópusambandsins

Til að fá skráningu af hálfu Evrópusambandsins endurskoðaða skal haft beint samband við Evrópusambandið:

Council of the European Union
General Secretariat
DG C 1C
Rue de la Loi/Wetstraat 175
1048 Bruxelles/Brussel
BELGIQUE/BELGIË
Email: [email protected]

Frysting fjármuna eða efnahagslegs auðs hjá röngum aðila

Aðili sem verður fyrir því að fjármunir hans eða efnahagslegur auður er frystur vegna mistaka t.d. vegna þess að viðkomandi ber líkt eða sambærilegt nafn og aðili sem er skráður á þvingunarlista ætti að:

  • hafa samband við þann aðila sem frysti fjármunina eða efnahagslegan auð og fá upplýsingar um forsendur frystingarinnar, m.a. á grundvelli hvaða lista og nafns frystingin byggir á,
  • hafa samband við utanríkisráðuneytið [email protected] og merkja póstinn „alþjóðlegar þvingunaraðgerðir“

Spurt og svarað

  • Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna - ÖRSÞ (UNSC) 

Íslandi er skylt að framkvæma öryggis- og þvingunaraðgerðir sem ákveðnar eru af  öryggisráði Sameinuðu á grundvelli VII. kafla (41. gr.) sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að viðhalda friði og öryggi og/eða til að tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. 

  • Evrópusambandið - ESB (EU) 

Íslensk stjórnvöld (og önnur EFTA-ríki) ákveða í flestum tilfellum að framfylgja sömu þvingunaraðgerðum og Evrópusambandið (ESB), enda hefur Ísland fullan aðgang að innri markaði ESB á grundvelli EES-samningsins. ESB býður EES-EFTA ríkjum að taka undir þvingunaraðgerðir með vísan til yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti EES-samningsins og gera þau það yfirleitt.

  • Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu - ÖSE (OSCE) 

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu - ÖSE (OSCE), áður Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu - RÖSE (CSCE), hefur aðeins tekið eina bindandi ákvörðun varðandi þvingunaraðgerðir sem er enn í gildi, þ.e. vopnasölubann gagnvart Nagorno-Karabakh héraðinu í Azerbaídsjan.

Utanríkisráðuneytið er það lögbæra stjórnvald á Íslandi sem hefur yfirumsjón með þvingunaraðgerðum:

Utanríkisráðuneytið,
Rauðarárstíg 25,
IS-150 Reykjavík,
sími  + 354 545 9900,
bréfasími  +354 562 2386,
netfang  [email protected]

Þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) ákveður þvingunaraðgerðir skv. 41. gr. sáttmála SÞ til þess að viðhalda heimsfriði og öryggi er öllum aðildarríkjum SÞ skylt að innleiða þær í landsrétt sinn. Hins vegar er ekki óalgengt að samkomulag náist ekki í öryggisráðinu um þvingunaraðgerðir, enda eru fimm ríki þar með neitunarvald, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland og Bandaríkin. Í slíkum tilfellum kemur fyrir að ríki innan svæðisbundinna alþjóðastofnana, samtarfsríki eða ríkjahópar ákveði þvingunaraðgerðir. Helstu ríkin sem slíkt gera eru G-7 ríkin, sem eru sjö helstu iðnríki heims, Bandaríkin, Japan og Kanada, auk Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu. En fjögur síðastnefndu ríkin eru aðilar að Evrópusambandinu (ESB) og eru allar ákvarðanir um þvingunaraðgerðir teknar á þeim vettvangi. Þær eru samþykktar af öllum aðildarríkjum ESB samhljóma, þ.e. hvert og eitt ríki hefur neitunarvald.

Auk G-7 ríkjanna og ESB þá beita Ástralía og EFTA-ríkin (Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss) yfirleitt sömu þvingunaraðgerðum og hin, t.d. nýverið gegn Rússlandi. Að því er EFTA-ríkin varðar, þá framfylgja þau nær alltaf sömu þvingunaraðgerum og ESB bæði vegna þess að þau hafa sömu afstöðu til alþjóðlegra öryggismála og vegna þess að þau hafa mjög samofna viðskiptahagsmuni, annars vegnar með Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hins vegar vegna tvíhliða samninga Sviss við ESB. Ef reglur um viðskipti með vörur og þjónustu, fjármagnsflutninga og ferðafrelsi eru ekki að fullu samræmdar skapast hætta á framhjáviðskiptum eða að sniðið sé fram hjá aðgerðum ríkja innan hópsins.

Ísland innleiðir þvingunaraðgerðir á grundvelli laga nr. 68/2023, um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Um er að ræða tvenns konar aðgerðir. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) skv. 41. gr. sáttmála SÞ, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til þess að framkvæma ályktanir alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði og öryggi og/eða til að tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins (ESB) sem Ísland ákveður að taka undir falla í síðarnefnda flokkinn.

Á grundvelli EES-samstarfsins (um Evrópska Efnahagssvæðið) býður ESB EES/EFTA-ríkjunum (Fríverslunarsamtaka Evrópu) að taka undir þvingunaraðgerðir sem áhrif hafa á innri markaðinn. Ísland hefur tekið undir og innleitt nær allar þvingunaraðgerðir ESB frá því EES-samningurinn tók gildi. Utanríkismálastjóri ESB birtir að jafnaði tilkynningu um hvaða ríki styðji aðgerðir sambandsins.

Áður en tilkynnt er um stuðning við nýjar aðgerðir er fjallað um það í ríkisstjórn og samráð haft við utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra hefur frumkvæði að umfjöllun ríkisstjórnar um meiri háttar nýjar aðgerðir eru á döfinni eða ástæða þykir til að ræða þróun aðgerða sem þegar hafa verið ákveðnar.

Um samráð við utanríkismálanefnd er fylgt ákveðnu verklagi sem samkomulag er um milli nefndarinnar og utanríkisráðuneytis.

Eftir að tilkynnt hefur verið um stuðning við aðgerð er hún þýdd á íslensku og leidd í íslenskan rétt með útgáfu reglugerðar þar að lútandi.

Hin síðari ár einkennast alþjóðlegar þvingunaraðgerðir af því að þeim beint gegn tilteknum aðilum en ekki almenningi. (e. targeted sanctions). Flestar þvingunaraðgerðir snúast um vopnasölubann, frystingu fjármuna og ferðabann á einstaklinga. Að þessum þremur meginflokkum slepptum þá eru dæmi margs konar aðrar aðgerðir svo sem bann við sölu á búnaði til bælingar innanlands, olíukaupum frá Íran (um tíma), vissum lánveitingum til Rússlands, verslun með hrádemanta frá átakasvæðum, sölu á lúxusvöru til Norður-Kóreu, vissri efnahags- og þróunaraðstoð, vissum vöru og þjónustuviðskiptum, svo sem við herteknu svæðin í Úkraínu, Krím og Sevastopol o.s.frv.
Síðast uppfært: 17.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum