Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2009 ForsætisráðuneytiðJóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra 2009-2013

Úr vörn í sókn

Stjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var mynduð við svo óvenjulegar aðstæður að þær eiga sér engan líka á seinni tímum. Efnahagslegt hrun, gjaldeyriskreppa, stjórnarkreppa, upplausn, óánægja, reiði – allt eru þetta orð sem eiga einkar vel við það ástand sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Stóraukið atvinnuleysi og fjárhaglsegir erfiðleikar blasa við fjölda heimila.

Ný ríkisstjórn hefur sagt þessu ástandi stríð á hendur undir merkjum verkgleði og samstöðu. Á þeim fáu dögum sem hún hefur setið við völd, hefur henni tekist að hrinda í framkvæmd fjölmörgum málum sem miklu skipta. Hún hefur unnið hratt og fumlaust að brýnum verkefnum sem þola enga bið, að lausnum sem skipt geta sköpum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.

Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurreisa traust í samfélaginu, endurvekja traust á stofnunum samfélagsins, traust á hinu opinbera, traust á atvinnu- og efnhagslífinu en umframt allt er verkefni hennar að sameina krafta alls almennings með það eitt að markmiði að koma þjóðinni út úr þeim vanda sem við blasir.

Á þeim rétt rúma hálfa mánuði sem liðin er frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að koma fram mikilvægum umbótamálum fyrir heimilin í landinu, úrræði til að efla atvinnulífið, undirbúning áframhaldandi samstarfs við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, hraða endurreisn fjármálakerfisins auk margvíslegra lýðræðis og réttlætismála. Á fyrstu 19 dögunum hefur ríkisstjórnin samþykkt að leggja til við Alþingi breytingar á 15 lögum, afgreitt 10 stefnumarkandi ákvarðanir auk fjölda annarra mála. Þau mikilvægustu eru þessi:

  • Lagt fram frumvarp um frestun nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis fram til hausts og tryggja íbúum búsetu til amk 12 mánaða eftir uppboð.
  • Lagt fram frumvarp um breytingu á gjaldþrotalögum til að styrkja stöðu skuldara, stytta fyrningarfresti í 2 ár ofl.
  • Lagt fram frumvarp um lengingu aðfarafrests úr 15 dögum í 40
  • Lagt fram fruvarp um greiðsluaðlögun, nýtt úrræði til að auðvelda skuldurum að takast á við mikla skuldabirði, m.a. með þvingaðri niðurfellingu skulda, lenginu lána ofl.
  • Lagt fram frumvarp um útborgun allt að einnar milljónar króna af séreignasparnaði fólks, tveggja milljóna hjá hjónum, sem þess óskar.
  • Settur á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna
  • Stofnuð velferðarvakt í samvinnu ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fleiri aðila til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur og gera tillögur um viðbrögð.
  • Tilmælum beint til fjármálastofnanna um að frysta gengisbundin lán á meðan unnið er að framtíðarlausn slíkra lána.
  • Hafið vinnu við langtímaáætlun til að bregðast við skuldavanda heimilanna sem verður lokið fyrir lok mars.
  • Lagt fram frumvarp um persónukjör
  • Lagt fram frumvarp um stjórnlagaþing og ýmsar mikilvægar breytingar á stjórnarskrá, m.a. vegna auðlinda í eigu þjóðarinnar, þjóðaratkvæðagreiðsu vegna stjórnarskrárbreytinga.
  • Lagt fram frumvarp um Seðlabanka Íslands
  • Lagt fram frumvarp um afnám sérkjara ráðamanna til eftirlauna
  • Samþykkt og lagt fram opinberala stefnumörkun um endurreisn fjármálakerfis og efnahagslífs byggða á tillögum sérfræðinganefndar undir forystu Mats Josepssonar
  • Tekið ákvörðun um stofnun opinbers eignasýslufélags til að taka yfir skuldsett en mikilvæg fyrirtæki sem eiga í vandræðum, þannig að þau geti starfað áfram.
  • Tekið ákvörðun um að leita til erlendra sérfræðinga til að gæta hagsmuna skattgreiðenda í samningaviðræðum við lánadrottna gömlu bankanna, skilanefndir og nýju bankanna.
  • Skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins og auglýst stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins
  • Aukið upplýsingagjöf ríkisstjórnar frá því sem áður var m.a. með vikulegum blaðamannafundum ríkisstjórnar.
  • Útlánareglur og fjölgun lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda viðhaldsverkefni og styrkja byggingariðnað.
  • Lagt fram frumvarp til að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við viðhaldsverkefni úr 60% í 100%
  • Innritunargjöld á sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir felld niður
  • Skipað sérstaka framkvæmdanefnd efnahagsstefnunnar með aðild ráðuneyta, þingmanna og lykilaðila í framkvæmd hennar.

Íslendingar eru í erfiðri stöðu. Efnahagskreppan er dýpri en gert hefur verið ráð fyrir, áhrif hennar djúpstæðari og viðfangsefnin erfiðari. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir. Ríkisstjórnin horfist í auga við verkefnið, hefur blásið til sóknar til að snúa stöðunni við.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum