Hoppa yfir valmynd

Breytingar á landnotkun landbúnaðarlands

Í II. kafla jarðalaga er fjallað um landnotkun. Óheimilt er að taka land sem uppfyllir neðangreind skilyrði til annarra nota, ef það er:

  • Skipulagt sem landbúnaðarsvæði
  • Land sem er nýtanlegt eða nýtt til landbúnaðar, þ.m.t. afréttir, hvort sem er þjóðlenda eða eignarland.

Lausn úr landbúnaðarnotum

Almennt gilda ákvæði skipulagslaga um breytingar á notkun lands sem fellur undir gildissvið jarðalaga. Í ákveðnum tilvikum er þó óheimilt að breyta landnotkun nema leyfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra liggi fyrir.

  • Óheimilt er að breyta landnotkun á landbúnaðarsvæði sem er 5 hektarar eða stærra. Ef beiðni um breytingu á landnotkun varðar fleiri en eitt svæði, sem ber að skoða sem eina heild, skal miða við að landsvæðið í heild sé 5 hektarar eða stærra.
  • Óheimilt er að breyta landnotkun á landsvæði sem er minna en 5 hektarar og er gott ræktunarland, hentar vel til landbúnaðar eða vegna legu sinnar telst að öðru leyti mikilvægt vegna matvælaframleiðslu.

Samkvæmt jarðalögum er sveitarfélögum skylt að afla leyfis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar um er að ræða breytingar á landnotkun landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi. Þegar sveitarfélög leggja mat á það hvort óska þurfi eftir leyfi ráðherra skal taka mið af eftirfarandi þáttum:

  • Taka mið af flokkun landbúnaðarlands í aðalskipulagi

Hver sé stefna stjórnvalda um flokkun landbúnaðarlands. Liggi flokkun landbúnaðarlands ekki fyrir skal sveitarfélag óska eftir umsögn ráðunautar um viðkomandi land þar sem leggja skal mat á stærð lands, staðsetningu lands, ræktunarskilyrði, ræktun sem þegar er þar stunduð eða er fyrirhuguð og hvort breyting á landnotkun hafi áhrif á aðliggjandi landbúnaðarsvæði. að beiðni sveitarfélags ásamt nauðsynlegum gögnum barst ráðherra sannanlega.

Með umsókn um lausn úr landbúnaðarnotum skulu eftirfarandi gögn fylgja

  • Þinglýsingarvottorð
  • Jákvæða umsögn sveitarstjórnar
  • Uppdráttur sem staðfestur er af sveitarstjóra/byggingarfulltrúa og sýnir jarðarhluta þann sem leystur er úr landbúnaðarnotum

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira