Hoppa yfir valmynd

Breytingar á landnotkun landbúnaðarlands

Í II. kafla jarðalaga er fjallað um landnotkun. Óheimilt er að taka land sem uppfyllir neðangreind skilyrði til annarra nota, ef það er:

  • Skipulagt sem landbúnaðarsvæði
  • Land sem er nýtanlegt eða nýtt til landbúnaðar, þ.m.t. afréttir, hvort sem er þjóðlenda eða eignarland.

Lausn úr landbúnaðarnotum

Almennt gilda ákvæði skipulagslaga um breytingar á notkun lands sem fellur undir gildissvið jarðalaga. Í ákveðnum tilvikum er þó óheimilt að breyta landnotkun nema leyfi matvælaráðherra liggi fyrir.

  • Óheimilt er að breyta landnotkun á landbúnaðarsvæði sem er 5 hektarar eða stærra. Ef beiðni um breytingu á landnotkun varðar fleiri en eitt svæði, sem ber að skoða sem eina heild, skal miða við að landsvæðið í heild sé 5 hektarar eða stærra.
  • Óheimilt er að breyta landnotkun á landsvæði sem er minna en 5 hektarar og er gott ræktunarland, hentar vel til landbúnaðar eða vegna legu sinnar telst að öðru leyti mikilvægt vegna matvælaframleiðslu.

Samkvæmt jarðalögum er sveitarfélögum skylt að afla leyfis matvælaráðherra þegar um er að ræða breytingar á landnotkun landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi. Þegar sveitarfélög leggja mat á það hvort óska þurfi eftir leyfi ráðherra skal taka mið af eftirfarandi þáttum:

  • Taka mið af flokkun landbúnaðarlands í aðalskipulagi

Hver sé stefna stjórnvalda um flokkun landbúnaðarlands. Liggi flokkun landbúnaðarlands ekki fyrir skal sveitarfélag óska eftir umsögn ráðunautar um viðkomandi land þar sem leggja skal mat á stærð lands, staðsetningu lands, ræktunarskilyrði, ræktun sem þegar er þar stunduð eða er fyrirhuguð og hvort breyting á landnotkun hafi áhrif á aðliggjandi landbúnaðarsvæði. að beiðni sveitarfélags ásamt nauðsynlegum gögnum barst ráðherra sannanlega.

Með umsókn um lausn úr landbúnaðarnotum skulu eftirfarandi gögn fylgja

  • Þinglýsingarvottorð
  • Jákvæða umsögn sveitarstjórnar
  • Uppdráttur sem staðfestur er af sveitarstjóra/byggingarfulltrúa og sýnir jarðarhluta þann sem leystur er úr landbúnaðarnotum

 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum