Hoppa yfir valmynd

Jarða- og lögbýlaskrá

Lögbýlaskrá

Lögbýlaskrá er gefin út samkvæmt jarðalögum á grundvelli upplýsinga úr jarðaskrá. Í lögbýlaskrá er að finna upplýsingar um öll lögbýli á landinu. Frá árinu 2010 hefur Þjóðskrá Íslands haft það hlutverk að annast gerð lögbýlaskrár og er haldið utan um skrána í réttindahluta fasteignaskrár. Í fasteignaskrá er að finna ítarlegar upplýsingar um fasteignir og eru þar á meðal allar þær upplýsingar sem birta skal í lögbýlaskrá.

Samkvæmt 22. gr. jarðalaga skal þinglýsa lögbýlisleyfi og öðlast það þá fyrst gildi. Þinglýsingarbækur sýslumanna er að finna í réttindahluta fasteignaskrár og er nú beintenging milli þinglýsingar lögbýlisleyfis og merkingar viðkomandi eignar sem lögbýlis í fasteignaskrá. Upplýsingar varðandi eigendur og ábúendur eru sóttar í þinglýsingabækur og þjóðskrá.

Skránni er skipt eftir sveitarfélaganúmerum. Í fremsta dálki er að finna upplýsingar um heiti eignarinnar og þar fyrir aftan landnúmer hennar. Þar næst birtast upplýsingar um hvort eignin sé merkt í eyði og er sú merking sótt í fasteignaskrána. Aftasti dálkurinn inniheldur upplýsingar um eigendur og ábúendur og eru eigendur merktir með bókstafnum E og ábúendur með bókstafnum Á.

Jarðaskrá

Matvælaráðuneytið skal 31. desember ár hvert gefa út jarðaskrá á grundvelli upplýsinga úr jarðahluta fasteignaskrár skv. 11. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Hagþjónusta landbúnaðarins sá um gerð og útgáfu jarðaskrár samkvæmt lögunum. Þegar Hagþjónusta landbúnaðarins var lögð niður frá og með 1. janúar 2012 var ekki gert samkomulag við annan aðila um gerð og útgáfu skrárinnar, enda þær upplýsingar sem tilgreina skal í jarðaskrá, aðgengilegar í annars vegar jarðahluta fasteignaskrár Þjóðskrá Íslands og hins vegar í lögbýlaskrá.

 

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 10.8.2022
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira