Hoppa yfir valmynd

Lögbýli

Stofnun lögbýlis

Matvælaráðherra veitir leyfi til að stofna ný lögbýli til starfsemi á sviði landbúnaðar eða annarra atvinnugreina sé um að ræða jörð sem uppfyllir skilyrði þess að vera lögbýli en það er:

  • Jörð hafi þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi.
  • Var skráð í jarðaskrá 1. desember 2003.
  • Hefur síðar hlotið viðurkenningu sem lögbýli skv. 16.-22. gr. jarðalaga.

Umsókn um stofnun nýs lögbýlis skal beint til matvælaráðuneytisins skal innihalda eftirfarandi: 

  • Skrifleg umsókn til ráðuneytisins

Þar skal koma fram beiðni, undirrituð af þinglýstum eigendum upprunajarðarinnar, um stofnun lögbýlis á viðkomandi landeign (heiti og landnúmer) út úr viðkomandi jörð/landi (heiti og landnúmer). Tilgreina skal sveitarfélag, stærð, ræktun, mannvirki og fyrirhugaða starfsemi á lögbýlinu.

  • Umboð

Ef annar en eigandi lands sækir um landskipti þarf að afhenda ráðuneytinu afrit af umboði frá eiganda landsins þar sem fram kemur að umboðshafi hafi leyfi til að sækja um landskipti á viðkomandi jörð fyrir hönd eiganda.

  • Veðbókarvottorð/upplýsingar úr fasteignaskrá

Þinglýstir eigendur jarðarinnar þurfa að koma þar fram.

  • Vottorð úr fyrirtækjaskrá

Á við ef um er að ræða ehf. eða hf. en þá þarf að liggja fyrir hver er prókúruhafi félagsins.

  • Kaupsamningur og afsal

Þinglýstur kaupsamningur og afsal af lögbýlinu.

  • Hnitasettur uppdráttur og landnúmer

Uppdráttur/kort sem sýnir landið og lóðirnar stimplað af byggingarfulltrúa/skipulagsfulltrúa.Sækja þarf um landnúmer hjá Þjóðskrá fyrir býlið.

  • Umsögn sveitarfélags

Umsögn sveitarfélags um lögbýlið ásamt uppdrætti/korti og landnúmeri. Bókun í fundargerð getur dugað í þeim tilvikum þar sem býlið hefur áður verið stofnað.

  • Umsögn landbúnaðarráðunauts um landkosti

Búnaðarráðunautur veitir umsögn um búrekstrarskilyrði lögbýlisins

Þegar stofnað er nýtt lögbýli skal þess gætt að það sé í samræmi við staðfest skipulag sé það fyrir hendi og að stofnun þess raski ekki búrekstraraðstöðu nálægra jarða. Við mat á umsókn um stofnun nýs lögbýlis er lagt mat á stærð ræktanlegs lands, mannvirki og búrekstraraðstöðu og hvort unnt sé að stunda þá atvinnustarfsemi sem umsóknin byggir á. Leyfi til stofnunar lögbýlis skal þinglýst á viðkomandi jörð eða fasteign og öðlast stofnun lögbýlisins þá fyrst gildi.

Sé lögbýli sem er á eyðijörð tekið aftur til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi skal senda tilkynningu þess efnis til matvælaráðuneytisins og til Bændasamtaka Íslands.

Niðurfelling lögbýlisréttar

Matvælaráðherra er heimilt að fella niður lögbýlisrétt ef lögbýli fullnægir ekki lengur skilyrðum þess að vera lögbýli. Umsókn um niðurfellingu lögbýlis skal beint til matvælaráðuneytisins. Umsóknin skal vera skrifleg og þar skulu koma fram upplýsingar um:

  • Nöfn, kennitölur og heimilisföng aðila sem óska niðurfellingu lögbýlisréttar.
  • Nafn jarðar eða fasteignar.
  • Nafn sveitarfélags.
  • Stærð.
  • Ræktun.
  • Mannvirki.

Ráðherra er skylt að óska eftir umsögn viðkomandi sveitarstjórnar um niðurfellingu lögbýlisréttar áður en tekin er ákvörðun um niðurfellingu hans. Ákvörðun um niðurfellingu lögbýlisréttar skal svo þinglýst á viðkomandi jörð eða fasteign og öðlast niðurfelling lögbýlisréttar þá fyrst gildi.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Lögbýlaskrá

Síðast uppfært: 10.8.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum