Hoppa yfir valmynd

Reglur byggðakvóta 2020-2021

 

Samkvæmt reglugerð  nr. 731/2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.617 þorskígildistonnum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar. Að svo stöddu er ekki ljóst hvernig skipting byggðakvóta til byggðarlaga verður en útreikningur á aflaheimildum til byggðarlaga mun grundvallast á 4. gr. áðurnefndrar reglugerðar. Bent skal á að breytingar verða á úthlutun aflaheimilda til byggðarlaga frá því sem var á fiskveiðiárinu 2019/2020 þar sem heildarráðstöfun skerðist sem nemur 757 þorskígildistonnum og því mega byggðarlög búast við því að byggðakvóti byggðarlaga skerðist frá því sem var á fiskveiðiárinu 2019/2020 eða falli jafnvel niður.

Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020-2021 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar. Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á [email protected] vegna tillagna sveitarfélaga er til 30. október n.k. Að þeim tíma liðnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum.

Tillögur einstakra sveitarfélaga:

Sveitarfélagið Árborg (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Sveitarfélagið Ölfus vegna Þorlákshafnar (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Suðurnesjabær (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Sveitarfélagið Vogar (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Snæfellsbær (tillögur dags. 22. september)

Grundarfjarðarbær (ekki óskað eftir sérreglum - ákvæði reglugerðar nr. 728/2020 gilda óbreyttar sbr. ákvörðun bæjarstjórnar frá 8. október)

Stykkishólmsbær (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Vesturbyggð (framlengdur frestur til að skila tillögum til 22. október)

Tálknafjörður (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Súðavíkurhreppur (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Árneshreppur vegna Norðurfjarðar (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Kaldrananeshreppur vegna Drangsness (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Strandabyggð (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Húnaþing vestra (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Blöndósbær (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Sveitarfélagið Skagaströnd (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Sveitarfélagið Skagafjörður (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Fjallabyggð (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Dalvíkurbyggð (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Akureyrarbær vegna Grímseyjar (tillögur dags. 28. september)

Akureyrarbær vegna Hríseyjar (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Grýtubakkahreppur vegna Grenivíkur (tillögur dags. 22. september)

Norðurþing (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Langanesbyggð (tillögur 30. september)

Vopnafjarðarhreppur (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Múlaþing (nýtt sveitarfélag á Austurlandi) (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Fjarðabyggð (frestur til að skila tillögum til 15. október)

Sveitarfélagið Hornafjörður (frestur til að skila tillögum til 15. október)

 

Birt 25.9.2020

Uppfært 28.9.2020

Uppfært 30.9.2020

Uppfært 5.10.2020

Uppfært 8.10.2020

Uppfært 12.10.2020

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira