Hoppa yfir valmynd

Reglur byggðakvóta 2020-2021

Samkvæmt reglugerð nr. 731/2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.810 þorskígildistonnum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.

Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.

Staðfestar sérreglur sveitarfélaga hafa þegar verið birtar með auglýsingu nr. 271/2021, um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 með síðari breytingum sbr. auglýsingu nr. 307/2021, um (1.) breytingu á auglýsingu um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020-2021 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar.

Borist hafa viðbótartillögur þið þegar birtar sérreglur og er frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á [email protected] vegna tillagna Akureyrarbæjar til 5. apríl n.k. Að þeim tíma liðnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum og í framhaldinu auglýsa sérreglur fyrir viðkomandi sveitarfélög.

Viðbótartillögur einstakra sveitarfélaga varðandi sérreglur sem víkja frá almennum skilyrðum reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 má finna hér:

Birt 25.9.2020

Uppfært 4.2.2021

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum