Hoppa yfir valmynd

Bankamarkaður

Á bankamarkaði fer fram miðlun fjármagns fyrir milligöngu viðskiptabanka, fjárfestingabanka og sparisjóða sem starfa samkvæmt starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja, meðal annars vegna nýrra alþjóðlegra staðla frá Basel-nefndinni og breytinga á vettvangi ESB. Má þar helst nefna svonefnt CRD IV-/CRR-regluverk, þ.e. tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Meðal mikilvægustu breytinga eru nýjar reglur um hlutfall og samsetningu eigin fjár, hæfni og orðspor stjórnenda, vogunarhlutfall og lausafé og bann við að veita lán með veði í eigin hlutabréfum.

Reglugerð (ESB) nr. 575/2013, með breytingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2017/2395, var innleidd með reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. Með sömu reglugerð voru eftirfarandi framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins innleiddar með vísan til enskra útgáfna þeirra:

 


Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira