Hoppa yfir valmynd

Bankamarkaður

Á bankamarkaði fer fram miðlun fjármagns fyrir milligöngu viðskiptabanka, fjárfestingabanka og sparisjóða sem starfa samkvæmt starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja m.a. vegna nýrra alþjóðlegra staðla frá Basel-nefndinni og breytinga á vettvangi ESB. Má þar helst nefna svonefnt CRD IV/CRR regluverk, þ.e. tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 sem verið er að innleiða í íslenskan rétt. Meðal mikilvægustu breytinga eru nýjar reglur um hlutfall og samsetningu eigin fjár, en einnig um hæfni stjórnenda og orðspor þeirra, vogunarhlutfall, kröfur um lausafé og að óheimilt sé að taka lán með veði i eigin hlutabréfum.

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að starfsemi eftirlitskyldra aðila á bankamarkaði hér á landi sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.

Neytendur geta skotið einkaréttarlegum ágreiningi sínum til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem vistuð er hjá Fjármálaeftirlitinu. 

Reglugerð ESB nr 575/2013

Ráðherra skal samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I við lög um fjármálafyrirtæki gera enska útgáfu reglugerðar ESB nr. 575/2013 aðgengilega á vef ráðuneytisins.

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir, verðbréfafyrirtæki og dótturfyrirtæki þeirra. Einnig fjallar nefndin um ágreining um yfirfærslur á milli viðskiptareikninga milli landa. Fjármálaeftirlitið tekur við málskotum viðskiptamanna og sér nefndinni fyrir fundaraðstöðu og annast almennt skrifstofuhald fyrir hana. 

Nefndin starfar samkvæmt samkomulagi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin eru aðilar að og á grundvelli 19. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira