Hoppa yfir valmynd

Verðbréfamarkaðir

Á verðbréfamarkaði fara fram viðskipti með fjármálagerninga, ýmist á viðskiptavettvangi eða utan hans. Útgáfa og viðskipti með fjármálagerninga eru háð ýmsum lagaskilyrðum, sérstaklega ef þeir eru skráðir á markað. Þau skilyrði eiga bæði við um útgáfu og í kjölfar hennar og er þeim m.a. er ætlað að tryggja fjárfestavernd. Rekstur viðskiptavettvanga, þ.m.t. skipulegra markaða, er starfsleyfisskyld starfsemi samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga. Hið sama á við um fjárfestingarþjónustu- og fjárfestingarstarfsemi, sem m.a. felur sér í kaup og sölu fjármálagerninga fyrir viðskiptavini, eignastýringu og fjárfestingarráðgjöf.

Fjárfestingar á verðbréfamarkaði eiga sér oft stað fyrir tilstilli sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Rekstur verðbréfasjóða er starfsleyfisskyld starfsemi samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, en rekstur sérhæfðra sjóða er ýmist háður starfsleyfisskyldu eða skráningarskyldu eftir fjárhæðum heildareigna í rekstri rekstraraðila, sbr. lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Önnur helstu lög á sviði verðbréfamarkaða eru lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, lög um yfirtökur og lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 31.8.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum