Hoppa yfir valmynd

Verðbréfamarkaðir

Á verðbréfamarkaði fara fram verðbréfaviðskipti, ýmist á skipulögðum verðbréfamarkaði eða utan hans. Fjármögnun í formi verðbréfa er háð ýmsum lagaskilyrðum, bæði við útgáfu og í kjölfar hennar sem m.a. er ætlað að tryggja jafnræði fjárfesta og jafnan aðgang þeirra að upplýsingum. Rekstur skipulegra verðbréfamarkaða er starfsleyfisskyld starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Hið sama á við um ýmsa milligöngu á markaði s.s. viðskipti og þjónusta með fjármálagerninga og móttöku, miðlun og framkvæmd fyrirmæla frá viðskiptavinum um fjármálagerninga. Önnur helstu lög á sviði verðbréfamarkaða eru lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, lög um kauphallir nr. 110/2007, verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði lög nr. 128/2011 og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira