Hoppa yfir valmynd

Vátryggingamarkaður

Á vátryggingamarkaði starfa vátryggingafélög sem veita neytendum og fyrirtækjum tryggingar með beinum hætti eða fyrir tilstilli sérstakra vátryggingarmiðlara. Helsta löggjöf á þessu sviði eru lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, lög um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, og lög um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

Ný lög um vátryggingastarfsemi tóku gildi 1. október 2016. Lögin eru í samræmi við gjaldþolstilskipun II 2009/138/EB (Solvency II) og er meginmarkmið þeirra að vernda hagsmuni viðskiptavina ásamt því að stuðla að stöðugleika á fjármálamarkaði. Lögin styrkja starfsemi vátryggingafélaga meðal annars með auknum kröfum til fjárhags þeirra og stjórnarhátta. Meginbreytingin felst í því að gerðar eru auknar kröfur til gjaldþols vátryggingafélaga. Gjaldþol er það fjármagn sem vátryggingafélag þarf að hafa til að mæta óvæntum áföllum sem ekki er annars gert ráð fyrir hjá félaginu. Þá eru kröfur til vátryggingafélaga nú áhættumiðaðar, sem þýðir að þau félög sem taka mikla áhættu eða eru með ófullnægjandi áhættustýringu verða að hafa hærri gjaldþolskröfur en félög sem taka minni áhættu eða eru með góða áhættustýringu.


Sjá einnig:

Síðast uppfært: 31.8.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum