Hoppa yfir valmynd

Samstarfsaðilar

Námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands

Allt frá því fyrstu skerf voru tekin að innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar hér á landi hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið átt í góðu samstarfi við námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands. Samstarfið veitir nemendum í kynjafræði tækifæri til að vinna verkefni í samstarfi við ráðuneyti undir handleiðslu kennara við námsbrautina. Ráðuneytin leggja til gögn sem nemendur vinna úr og rannsaka út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum gæði stefnu og verkefna sem unnið er að innan ráðuneytanna.

Reykjavíkurborg

Innleiðing á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun (KFS) hjá Reykjavíkurborg hófst árið 2011. Markmiðið með innleiðingunni er að samþætta mannréttindastefnu og fjármálastefnu borgarinnar. Samstarf við Reykjavíkurborg hefur mikið til falist í miðlun þekkingar og reynslu af kynjaðri fjárlagagerð milli aðila auk þess sem unnið hefur verið að gerð fræðsluefnis.

Femínísk fjármál

Femínísk fjármál er félag áhugafólks og sérfræðinga um kynjuð fjármál með þann tilgang að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald. Í samræmi við fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð er fundað reglulega með félaginu, sér í lagi í tengslum við framlagningu fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps.

Efnahags- og framfarastofnunin - OECD

Ísland tekur virkan þátt í starfi sérfræðingahóps aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um kynjaða fjárlagagerð og átti stóran þátt í mótun og stofnun hópsins árið 2017 auk þess að gegna leiðandi hlutverki fyrstu árin. OECD hefur m.a. gert könnun á stöðu kynjaðrar fjárlagagerðar í aðildarríkjum og tekið saman upplýsingar um atriði sem hafa þarf í huga við innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar og stutt geta við ferlið. 

Síðast uppfært: 19.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum