Hoppa yfir valmynd

Hagnýtt efni - tæki og tól

Þróuð hafa verið ýmis verkæri sem styðjast má við til samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða við mótun stefnu og aðgerða og til að greina möguleg áhrif ákvarðana á jafnrétti kynjanna.

Forsendur þess að geta beitt slíkum verkfærum með áhrifaríkum hætti er að hafa ákveðna þekkingu og skilning á kynja- og jafnréttissjónarmiðum á viðeigandi sviði. Slíkar upplýsingar má m.a. finna í stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða og í ýmsum öðrum skýrslum og greiningum sem unnar hafa verið.

 

 
Greininarrammi

Greiningarrammi fyrir jafnréttismat

Fimm skrefa aðferð sem er leiðarvísir við mat á kynja- og jafnréttisáhrifum. Greiningarramminn er í raun gagnvirkt glósublað þar sem búið er að taka saman hagnýtt efni sem kemur að gagni þegar lagt er mat á hvaða áhrif aðgerðir hafa á kynin og jafnrétti.
 Kynjasamþætting - Verkfærakista

Kynjasamþætting - Verkfærakista

Í þessari handbók sem þróuð var innan Stjórnarráðsins árið 2019 eru upplýsingar um kynjasamþættingu með sérstakri áherslu á kynjaða fjárlagagerð. Sagt er í stuttu máli frá völdum verkfærum sem styðjast má við þegar meta á kynja- og jafnréttisáhrif eða framkvæma jafnréttismat. Handbókinni er þannig ætlað að styðja við starfsfólk Stjórnarráðsins sem kemur að vinnu við kynjasamþættingu og kynjaða fjárlagagerð.
 Kynjakrónur: Handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð

Kynjakrónur: Handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð

Handbókin er samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Jafnréttisstofu og var gefin út árið 2012. Í handbókinni er fjallað um undirstöður kynjaðrar fjárlagagerðar, hvernig hægt er að velja og undirbúa verkefni ásamt því að sýna nokkur tæki sem hægt er að nota við greiningar. Þá eru einnig nokkur sýnidæmi, flest byggð á tilraunaverkefnum hjá ríkinu en einnig er kynnt eitt nemendaverkefni úr kynjafræði við Háskóla Íslands.

 Kynjuð fárlagagerð: Handbók um framkvæmd

Kynjuð fárlagagerð: Handbók um framkvæmd

Handbókin var gefin út árið 2009 og er þýðing á riti sem unnið var fyrir Evrópuráðið. Í handbókinni eru leiðbeiningar um kynjaða fjárlagagerð í framkvæmd og gert ráð fyrir að lesandinn hafi grunnþekkingu á kynjajafnrétti.
Síðast uppfært: 1.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum