Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Jafnlaunastaðallinn ÍST 85 er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Jafnlaunastaðallinn ÍST 85 er til sölu hjá Staðlaráði Íslands.
Faggiltur vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt og þar með unnt að veita viðkomandi fyrirtæki eða stofnun jafnlaunavottun.
Lesaðgangur að staðlinum ÍST 85 er opinn öllum á Íslandi með ákveðnum skilmálum samkvæmt samningi milli Staðlaráðs Íslands og stjórnvalda.
Lög, reglur og leiðbeiningar um jafnlaunavottun
- Lög nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun)
- Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85 nr. 1030/2017
- Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 (Tímamörk varðandi innleiðingu)
- Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85. (bráðabirgða starfsleyfi fyrir vottunaraðila)
- Reglur um notkun jafnlaunamerkis
- Sértæk viðmið fyrir vottunaraðila jafnlaunastaðalsins ÍST 85
Á vef Jafnréttisstofu má finna lista yfir þá aðila sem hafa hlotið jafnlaunavottun.
Forsagan
Jafnlaunastaðallinn er afurð samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og má segja að hann sýni sameiginlegan vilja allra aðila til að koma á og viðhalda jafnrétti launa.
- Nánar...
Jafnlaunamerkið
Jafnlaunamerkið verður veitt þeim vinnustöðum sem hafa hlotið vottun á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 af þar til bærum aðila.
- Nánar...
Ferli innleiðingar
Ferli sem hægt er að fylgja við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
- Nánar...
Jafnlaunastaðall
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Yfirlit um lög er varða mannréttindi og jafnrétti er að finna á vef Alþingis
Yfirlit um reglugerðir
Yfirlit um reglugerðir er varða jafnrétti er að finna á reglugerd.is
Námskeið
Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.
Burt með launamuninn!
Jafnlaunastaðallinn var kynntur á fundi sem haldinn var 24. október 2016.
Verkfærakista
Staðallinn
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.