Hoppa yfir valmynd

Úthlutunarreglur og umsóknir

Samstarf við félagasamtök (umsóknir)

Félagasamtök leggja mikið af mörkum til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. Styrkur þeirra felst oft í nálægð við grasrótina í þeim samfélögum sem þiggja aðstoð og þau geta verið mikilvægir málsvarar þjóðfélagshópa sem standa höllum fæti og minna mega sín. Frá og með árinu 2012 er sérstakur liður í fjárlögum ætlaður samstarfi við félagasamtök. Birtar hafa verið reglur um styrkúthlutanir utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinu og mannúðaraðstoð og einu umsóknarferli fyrir öll verkefni, hvort heldur um er að ræða mannúðar- eða þróunarsamvinnuverkefni.

Umsóknarfrestir fyrir verkefni á svið mannúðaraðstoðar eða þróunarsamvinnu verða auglýstir árlega.

Nýjar úthlutunarreglur

Hér að neðan má finna reglur um styrkúthlutanir utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Reglurnar taka mið af fyrri verklagsreglum ráðuneytisins frá árinu 2015 og ná yfir styrkveitingar vegna þróunarsamvinnu, mannúðaraðstoðar, fræðslu og kynningar innan málaflokksins. Jafnframt eru sett fram umsóknareyðublöð, skilgreiningar á hugtökum, sniðmát og gagnlegar upplýsingar fyrir umsækjendur styrkja, auk stefnumiða í samstarfi við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð 2015-2019. Upplýsingar um styrkþega verða birtar að úthlutun lokinni.

Tilgangur reglnanna er að gera grein fyrir faglegum og stjórnunarlegum skilyrðum sem félagasamtök þurfa að uppfylla þegar þau sækja um slíka styrki til ráðuneytisins og þeim vinnureglum sem fylgt verður við afgreiðslu þeirra.

Reglurnar fjalla meðal annars um ábyrgð, skyldur og eftirlit. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem félagasamtök verða að uppfylla til að geta sótt um styrki. Horft er til gæða og væntanlegs árangurs verkefna. Litið er á skilvirkni og kröfur gerðar um vönduð og fagleg vinnubrögð, sem eru lykilatriði við ákvarðanatöku um framlög.

Reglurnar byggjast m.a. á lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál og reglugerð nr. 642/2018 um styrkveitingar ráðherra, sem og stefnumiðum ráðuneytisins í samstarfi við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð 2015-2019.

Markmið reglnanna er að stuðla að jafnræði, hlutlægni, gagnsæi og samkeppni við úthlutun og umsýslu styrkja. Ef frekari upplýsinga er þörf, skal hafa samband við ráðuneytið í tölvupóstfangi: [email protected]

Umsóknum skal skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum.

Umsóknir skal senda á netfangið: [email protected] fyrir miðnætti á síðasta degi skilafrests.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira