HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál
.jpg)
Stjórnsýslubygging og grunnskóli afhent í Buikwe héraði
Í liðinni viku afhenti íslenska sendiráðið í Kampala héraðsstjórn Buikwe tvær byggingar sem reistar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé í héraðinu. Annars vegar er um að ræða grunnskóla fyrir átta hundruð nemendur og hins vegar stjórnsýslubyggingu fyrir velferðar- og jafnréttismál. Buikwe er annað tveggja héraða í Úganda sem Ísland styður í byggðaþróun sem felur í sér uppbyggingu á grunnþjónustu við íbúa og stuðning við stjórnsýslu héraðanna.
Nánar
Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Stjórnvaldi sem fer með opinbera þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð ber skylda til að upplýsa almenning um árangurinn af því starfi.
Heimsljósi er ætlað að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu.